Umhverfismarkmið og árangur
EFLA vinnur eftir umhverfis-, öryggis- og samgöngustefnu með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar með stöðugum úrbótum, ásamt því að tryggja öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk.
Umhverfisstjórnun EFLU nær til allrar starfsemi fyrirtækisins, hvort heldur er varðar almennan rekstur á skrifstofum, á rannsóknarstofum eða í ráðgjafarþjónustu.
EFLA setti sér loftslagsmarkmið árið 2015 miðað við ákveðna þætti í sinni starfsemi. Niðurstöður ársins eru bornar saman við árin 2015 þegar það á við og árið 2022. Í þessum kafla er eingöngu fjallað um umhverfisárangur EFLU út frá starfsemi á Íslandi.
Hér verður fjallað um mikilvæga umhverfisþætti í rekstri EFLU á Íslandi. Við framsetningu á kolefnisspori er leiðbeiningum úr Greenhouse Gas Protocol fylgt. Tekið er tillit til beinnar losunar (umfang 1) og óbeinnar losunar gróðurhúsalofttegunda (umfang 2 og 3), í starfseminni.
Markmið 2023
- 01 Lækkun kolefnisspors
Án bindingar á hvert stöðugildi um 28% miðað við árið 2015.
- 02 Kolefnisjöfnun
Öll losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.
- 03 Endurvinnsla og endurnýting
90% af heildarmagni úrgangs frá fyrirtækinu verði endurunnið eða endurnýtt.
Árangur
- 01234567890123456789%Lækkun án t.t. kolefnisbindingar, miðað við bein og óbein áhrif.
- 012345678901234567890123456789Tonn CO2-ígilda kolefnisjöfnuð í samstarfi við Yggdrasil Carbon.
- 01234567890123456789%Endurvinnslu-/ endurnýtingarhlutfall úrgangs.
Orkunotkun
Notkun á raforku í starfsemi EFLU jókst um 14% milli áranna 2022 og 2023 miðað við hvern fermetra húsnæðis, úr 61 kwst/m2 árið 2022 í 70 kwst/m2 árið 2023. 76% af raforkunotkun EFLU tengist starfsemi höfuðstöðva fyrirtækisins að Lynghálsi 4. Þar er til staðar sjálfvirk stýring á ljósum (hreyfiskynjarar) í öllum helstu rýmum, s.s. í skrifstofurýmum og á salernum. EFLA hefur keypt upprunaábyrgðir vegna orkunotkunar sinnar og því er uppgefið kolefnisspor vegna raforkunotkunar miðað við staðbundna nálgun (local based).
Raforka
Notkun á heitu vatni dróst saman um 10% á milli áranna 2022 og 2023, sem rekja má til minni notkunar á heitu vatni í snjóbræðslu við höfuðstöðvar EFLU. Aðalnotkun EFLU á heitu vatni tengist upphitun og snjóbræðslu.
Vatnsorka
Úrgangur
EFLA leggur áherslu á að flokka til endurvinnslu allan úrgang sem verður til í starfseminni. Endurvinnanlegur úrgangur er t.d. pappír, pappi, plast, steinefni og málmar. Auk þess er lífrænn úrgangur flokkaður sérstaklega auk prenthylkja og ljósapera og fer þessi úrgangur allur til endurvinnslu og endurnýtingar. Almennur úrgangur frá starfsemi EFLU fer annars vegar í urðun og hins vegar í brennslu, þar sem hann er nýttur sem hráefni til orkuvinnslu. Heildarmagn úrgangs í starfsemi EFLU var um 35 tonn árið 2023, þar af fór um 96% í endurvinnslu og 4% í förgun. Um 87% af öllum úrgangi sem kemur frá starfsemi EFLU á uppruna sinn í höfuðstöðvum EFLU. Nánari umfjöllun um úrgang frá höfuðstöðvum EFLU fer fram hér á eftir.
Heildarmagn úrgangs í höfuðstöðvum EFLU var um 30 tonn árið 2023, þar sem um 1 tonn fór í förgun. Heildarmagn úrgangs á hvert stöðugildi í höfuðstöðvum EFLU var mjög svipað á milli áranna 2022 og 2023, eða um 116 kg/stöðugildi.
Magn lífræns úrgangs jókst um 11% á hvern starfsmann, úr 35 kg/starfsmann árið 2022 í 39 kg/starfsmann árið 2023. Áhersla hefur verið lögð á að minnka matarsóun og nýta hráefni vel í mötuneyti EFLU. Virk vöktun er í gangi og upplýsingamiðlun um nýtingu hráefna og magn lífræns úrgangs, bæði við vinnslu máltíða og af diskum starfsmanna.
Árið 2023 var magn steinefna í verkefnum EFLU tæplega 10 tonn.
Markmið EFLU er að 90% úrgangs fari til endurvinnslu/endurnýtingar og aðeins 10% í urðun. Markmiðið er sett hátt í anda hringrásarhugsunar. Í höfuðstöðvum EFLU fór endurvinnsluhlutfallið úr 86% fyrir árið 2022 í 99,7 % árið 2023. Þetta stafar af breytingum á meðhöndlun almenns úrgangs á Íslandi, sem áður fór að mestu í urðun, en nú er almennur úrgangur fluttur úr landi í brennslu og notaður sem hráefni til orkuvinnslu. EFLA mun því einnig leggja áherslu á að draga úr magni úrgangs í framtíðinni auk þess að leggja áfram áherslu á flokkun úrgangs miðað við endurvinnslu/endurnýtingu.
Mjög mikilvægt er að viðhalda stöðugri fræðslu, bæði til starfsmanna og þeirra aðila sem sjá um að koma úrgangi í réttan farveg frá fyrirtækinu, svo sem þrifaaðila og flutningsaðila á vegum EFLU.
Endurvinnsluhlutfall í höfuðstöðvum EFLU
Magn úrgangs til förgunar
Akstur og flug
Akstur og flug starfsfólks EFLU árið 2023 endurspeglar breytingar sem hafa orðið í samfélaginu í kjölfar Covid-19 ástandsins. Fjarvinna og fjarfundir tíðkast í auknum mæli og því hafa losunartölur tengdar þessum þáttum dregist saman um marga tugi prósenta miðað við árið 2019 (fyrir Covid-19).
Nokkur akstur tengist starfsemi EFLU. Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) vegna aksturs starfsfólks er skipt í tvennt. Annars vegar bein losun frá akstri bifreiða í starfsemi EFLU (bílar í eigu EFLU og bílar á rekstrarleigu) og hins vegar óbein losun sem tengist akstri starfsmanna á vegum EFLU á eigin bílum eða tilfallandi bílaleigubílum (bæði til og frá vinnu eða vegna vinnuferða). EFLA starfar samkvæmt eigin samgöngustefnu og vill þannig stuðla að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd. Starfsfólk er hvatt til að hagræða ferðum á vegum fyrirtækisins þannig að áhrif þeirra á umhverfið verði sem minnst. Auk þess eru starfsmenn hvattir til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta til og frá vinnu með samgöngusamningum.
Bein og óbein losun ferðamáta
Starfsfólk EFLU hefur aðgang að um 30 bifreiðum á vinnutíma, þar af eru 9 rafmagnsbílar. Notkun eldsneytis (bensín og dísel) á bílum í rekstri EFLU var árið 2023 um 13,6 þúsund lítrar miðað við 14 þúsund lítra árið 2022. Þessi notkun samvarar beinni losun á um 39 tonnum af CO2-ígildum út í andrúmsloftið, eða um 0,11 tonn CO2-ígildi á hvert stöðugildi, sem er um 5% minni losun á hvert stöðugildi en var árið 2022.
Verkefni EFLU eru dreifð um allt land, sem hefur í för með sér að starfsfólk nýtir sér bílaleigubifreiðar í ákveðnum tilfellum. Út frá kílómetrastöðu bifreiðanna og losunarstuðlum samsvarar þessi notkun losun á um 6 tonnum af CO2-ígildum, eða 0,018 tonnum CO2 -ígilda miðað við hvert stöðugildi. Þessi losun er um 40% hærri á hvert stöðugildi en var árið 2022, sem tengja má við staðsetningu verkefna um landið.
Samkvæmt ferðavenjukönnun, sem gerð var meðal starfsmanna EFLU árið 2022, nýta starfsmenn í um 46% tilvika þær bifreiðar sem eru til staðar í rekstri EFLU þegar þeir þurfa að fara á milli staða á vegum vinnunnar. Miðað við áætlaða samsetningu bílaflota starfsmanna og eyðslu er gert ráð fyrir að losun GHL sé um 39 tonn, eða 0,11 tonn CO2-ígilda á hvert stöðugildi, sem er mjög sambærileg losun á hvert stöðugildi milli áranna 2022 og 2023. Samkvæmt ferðavenjukönnun EFLU frá árinu 2022 aka 21% starfsmanna á rafmagnsbílum og 8% á tvinnbílum (hybrid).
Samkvæmt ferðavenjukönnuninni ekur starfsfólk að meðaltali um 18 km á dag til og frá vinnu. 31% starfsfólks ekur á vistvænum bílum, þ.e. tvinnbílum, metan eða rafmagnsbílum. Lagt er mat á losun GHL vegna aksturs starfsmanna til og frá vinnu og var losunin 125 tonn CO2-ígilda árið 2023 eða 0,36 tonn CO2-ígilda/stöðugildi, miðað við 102 tonn CO2-ígilda og 0,32 tonn CO2-ígilda/stöðugildi árið 2022. Hér er um 15% hækkun á losun að ræða miðað við hvert stöðugildi á milli áranna 2022 og 2023.
Losun GHL vegna innanlandsflugs starfsfólks EFLU dróst saman um 32% á hvert stöðugildi milli áranna 2022 og 2023 og var um 0,07 tonn CO2-ígilda á hvert stöðugildi árið 2023. Losun GHL vegna flugs erlendis dróst saman um 31% og var um 0,09 tonn CO2-ígilda á hvert stöðugildi, í samanburði við 0,14 tonn CO2-ígilda á hvert stöðugildi árið 2022.
Hlutfallsleg losun CO2 m.v. ferðamáta
Aðrir þættir í starfsemi EFLU sem valda óbeinni losun
Í þessari skýrslu eru birtar í fyrsta skipti upplýsingar um fleiri losunarþætti sem eiga við um óbeina losun GHL vegna starfsemi EFLU í umfangi 3. Hér er um að ræða losun vegna kaupa á nýjum raftækjum, losun vegna innkaupa á matvöru í mötuneyti í höfuðstöðvum EFLU og aksturs starfsfólks til og frá vinnu.
Mat var lagt á kolefnisspor þeirra raftækja sem keypt voru ný á árinu 2023, þ.e. farsímar, fartölvur og tölvuskjáir. Upplýsingar um kolefnisspor þessara tækja (framleiðsla, dreifing og förgun) voru fengnar úr vottuðum umhverfisyfirlýsingum frá framleiðendum sambærilegra raftækja. Á árinu voru keyptir 99 nýir farsímar, 164 tölvur, 8 borðtölvur, 1 spjaldtölva og 127 skjáir. Samanlagt kolefnisspor þessara tækja er um 186 tonn CO2-ígilda, eða um 0,5 tonn CO2-ígilda/stöðugildi, sem er um 3,6 sinnum hærra en var árið 2022, 0,14 tonn CO2-ígilda/stöðugildi. Skýringin á þessu er sú að töluverður munur er á kolefnisspori mismunandi gerða raftækja sem keypt voru á milli ára. Hér er tækifæri til að taka frekara tillit til kolefnisspors raftækja í innkaupum.
Kolefnisspor helstu matvæla var tekið saman miðað við helstu vöruflokka hráefna í mötuneyti EFLU. Um er að ræða kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Við útreikninga á kolefnisspori þessara matvæla var notaður hugbúnaðurinn Matarspor sem EFLA hefur hannað til að meta kolefnisspor máltíða. Kolefnisspor matvælanna sem notuð voru í mötuneyti EFLU er um 135 tonn CO2-ígilda, eða um 4 kg CO2-ígilda/viðskiptavin EFLU, miðað við 3,5 kg CO2-ígilda/viðskiptavin EFLU árið 2022, og er því hér um að ræða 12% hækkun á milli ára.
Umhverfismarkmið og árangur í öðrum löndum
Noregur
Hjá EFLU í Noregi starfa 43 manns. Notkun pappírs á hvert stöðugildi var 2,53 kg árið 2023, samanborið við 2,12 kg árið 2022. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá akstri árið 2023 var 3,3 tonn CO2-ígilda. Úrgangur á skrifstofunni er flokkaður í sjö flokka: Lífrænt, almennt sorp, pappa, raftæki, batterí og gler/málm. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna flugferða nam 35,7 tonnum CO2-ígilda.
Svíþjóð
Hjá EFLU í Svíþjóð starfa fjórir einstaklingar. Engir bílar eru í rekstri skrifstofu EFLU AB, starfsmenn notast því við einkabíla, leigubíla og almenningssamgöngur til að nálgast verkstað. Árið 2023 voru samtals eknir 4795 km, af þessum ferðum var í 13% tilfella notast við almenningssamgöngur. 3865 km voru farnir með einkabíl, þar sem 18% bifreiðanna ganga fyrir raforku og aðrar fyrir jarðefnaeldsneyti. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá akstri árið 2023 var 0,71 tonn CO2-ígilda. Úrgangur á skrifstofunni er flokkaður í níu flokka: Lífrænt, almennt sorp, pappa, plast, pappír, málm, eldfimt efni, glært og litað gler. Fimm flugferðir voru farnar vegna starfseminnar árið 2023, á milli Stokkhólms og Keflavíkur. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna flugferða nam 78,2 tonnum CO2-ígilda.
Pólland
Hjá EFLU í Póllandi starfa um 30 einstaklingar. Í starfsstöðvum EFLU í Póllandi er upphitun með gasi og rafmagn kemur úr kolaorku. EFLA í Póllandi rekur fyrirtækjabíla sem notaðir eru í verkefnum tengdum starfseminni, allir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá akstri þeirra árið 2023 var 31,3 tonn CO2-ígilda. Notkun pappírs miðað við hvert stöðugildi var 19,3 kg/stöðugildi árið 2023. Úrgangur frá starfseminni er flokkaður í pappa, plast, lífrænt, raftækjaúrgang og almennt sorp og var flokkunarhlutfallið 67% árið 2023. Ein flugferð var farin árið 2023, þar sem 29 starfsmenn flugu frá Varsjá til Íslands í tilefni árshátíðar EFLU.