Árangur

Tilnefningar, viðurkenningar og styrkir.

Two men and a women posing with a certificate in front of a red background

Framúrskarandi fyrirtæki

EFLA var í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2023 samkvæmt mati Creditinfo, 14. árið í röð, og var jafnframt eitt af 54 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri og þurfa þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi að uppfylla ströng skilyrði. Einnig hafa kröfur verið auknar um stefnumörkun í umhverfis-, jafnréttis og mannréttindamálum, auk samfélagsábyrgðar, og eru slíkar stefnur nú lagðar til grundvallar.

Nánar

A large group of people posing together, many holding certificate with a yellow background that reads "TAKK FYRIR"

Viðurkenning jafnvægisvogar FKA

EFLA hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. EFLA var eitt af þeim fyrirtækjum sem undirrituðu viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að jafnakynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins, sem náðist árið 2023 þegar Birta Kristín Helgadóttir tók við hlutverki sviðsstjóra orkusviðs.

Nánar

Náttúruböð séð úr lofti.

Steinsteypuverðlaunin 2023

Á Steinsteypudeginum í febrúar hlutu VÖK baths Steinsteypuverðlaunin 2023. Óli Grétar Metúsalemsson, byggingarverkfræðingur EFLU á Austurlandi, tók við verðlaununum fyrir hönd EFLU en hann stjórnaði hönnun steyptra eininga í verkinu. Ásamt Óla Grétari veittu fulltrúar VÖK og Studio Granda verðlaunum viðtöku.

Nánar

Loftmynd af húsi íslenskunnar við miðbæ Reykjavíkur

Hönnunarverðlaun Íslands – Staður ársins

Edda, hús íslenskunnar, hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2023. EFLA sinnti hlutverki byggingarstjóra í verkefninu auk þess að sjá um hljóðvistarhönnun, bruna- og öryggishönnun og umhverfisráðgjöf í tengslum við BREEAM vistvottun.

Nánar um Hús íslenskunnar

A group of people attentively reading documents or certificate at a ceremony

Græna skóflan

Græna skóflan var afhent á degi Grænni byggðar í september. Veitt voru verðlaun fyrir hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi sem Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir og samstarfsaðilar(FSRE) standa að. EFLA sá um umhverfisráðgjöf og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna ásamt BREEAM vottun.

Nánar

Ljósmynd af Landsbankanum, nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur

BREEAM Excellent

Hönnun á nýju húsnæði Landsbankans hlaut frábæra einkunn (e.excellent) samkvæmt alþjóðlega BREEAM-umhverfisstaðlinum. EFLA sá um alla verkfræðihönnun og sjálfbærniráðgjöf ásamt því að útvega sérfræðing í BREEAM matsmannshutverk húsnæðisins.

Nánar

A large group of people holding bouquet of flower and certificates suggesting a celebration

Askur - mannvirkjasjóður

Fjögur verkefni frá starfsfólki EFLU fengu styrki úr Aski – mannvirkjasjóði. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Nánar

A vast landscape featuring grassy field and dense tree line

Loftslagssjóður

EFLA hlaut í maí styrk frá Loftslagssjóði fyrir verkefnið Þurrkun á timbri með jarðvarma. Verkefnið var unnið með hópi aðila frá Skógræktinni, Fjölinni timburvinnslu ehf., Límtré-Vírneti og Trétækniráðgjöf slf.

Nánar

colorful and textured view mineral rich water in geothermal area

Nýsköpunarsjóður námsmanna

EFLA hlaut í september styrki fyrir sex nýsköpunar- og rannsóknarverkefni frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Átta sumarstarfsmenn unnu að verkefnunum ásamt sérfræðingum EFLU.

Verkefnin voru:

Virkjun landfalls í frárennsli landeldis

Nemandi: Helga María Magnúsdóttir
Leiðbeinandi: Jón Heiðar Ríkharðsson

Efling vistvænna ferðavenja hjá vinnustöðum

Nemandi: Ásmundur Jóhannsson
Leiðbeinandi: Daði Baldur Ottósson

Innleiðing vottunar vegna endurheimtar votlendis

Nemandi: Salvör Svanhvít Björnsdóttir
Leiðbeinandi: Alexandra Kjeld

Snjallvæðing samgangna á höfuðborgarsvæðinu

Nemendur: Blazej Kozicki og Atli Freyr Þorvaldsson
Leiðbeinandi: Daði Baldur Ottósson

Kolefnisfótspor brimvarnargarða

Nemandi: Elísabet Sunna Gunnarsdóttir
Leiðbeinandi: Majid Eskafi

Hitameðferðir úrgangsstrauma í hringrásarhagkerfi

Nemendur: Eldar Máni Gíslason og Benedikt Guðbrandsson
Leiðbeinandi: Stefán Þór Kristinsson

Nánar