Kolefnisspor

Kolefnisspor fyrirtækis tengist bæði beinni losun og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni.

Hafið séð frá ströndu.

Samkvæmt skilgreiningu Greenhouse Gas Protocol er bein losun gróðurhúsalofttegunda sú losun sem fyrirtæki geta haft beina stjórn á.

Hjá EFLU er það sú losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist notkun bifreiða í rekstri EFLU. Óbein losun EFLU samkvæmt Greenhouse Gas Protocol er af völdum notkunar rafmagns og losun vegna aksturs starfsmanna á eigin bílum og bílaleigubílum á vegum EFLU. Einnig veldur losun vegna flugs starfsmanna óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda, sem og meðhöndlun úrgangs. EFLA hefur bætt við upplýsingamiðlun sína varðandi mikilvæga þætti sem eiga við um umfang 3 í kolefnisspori fyrirtækisins, sem sjá má hér fyrir aftan.

Við útreikninga á losun GHL notar EFLA losunarstuðla sem Umhverfisstofnun gefur út reglulega, þegar það á við. Einnig notar EFLA hugbúnaðinn Matarsporið og umhverfisupplýsingar viðkomandi raftækja (e. EPD Environmental Product Declaration), þar sem þær liggja fyrir, sem og aðrar reiknivélar eins og við á, svo sem fyrir flug.

Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert stöðugildi var 0,47 tonn CO2-ígilda árið 2023 og var um 67% lægri en árið 2015 (1,43 tonn CO2-ígilda/stöðugildi). Loftslagsmarkmið EFLU árið 2023 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 28% í starfsemi fyrirtækisins miðað við hvert stöðugildi, samanborið við árið 2015.

EFLA kolefnisjafnaði starfsemi sína fyrir árið 2023 í samstarfi við Yggdrasil. Þannig var bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækisins, eða 164 tonn CO2-ígilda, kolefnisjöfnuð

Aðrir þættir í starfsemi EFLU sem fyrirtækið hafði óbein áhrif á árið 2023 eru losun vegna kaupa á nýjum raftækjum (tölvur, skjáir og símar), losun vegna innkaupa á matvöru í mötuneyti í höfuðstöðvum EFLU og aksturs starfsfólks til og frá vinnu. Losun tengd þessum þáttum er um 447 tonn, eða um 1,3 tonn/stöðugildi. Þegar tekið er tillit til þessara viðbótarþátta í óbeinni losun EFLU er losun gróðurhúsalofttegunda á hvert stöðugildi um 1,8 tonn CO2-ígilda, eða samtals um 608 tonn CO2-ígilda í heildina. Kolefnisspor EFLU með viðbótarþáttum lækkaði um 47% frá árinu á undan, sem var 3,3 tonn CO2-ígilda á hvert stöðugildi, en það tengist mikilli losun GHL vegna árshátíðar fyrirtækisins erlendis árið 2022.

Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

ÁhrifLosun gróðurhúsalofttegunda (GHL)Umfang2015*202120222023
BeinAkstur bifreiða í rekstri EFLU173453736
ÓbeinRaforka (með upprunaábyrgð)26,85,05,36,0
ÓbeinVarmaorka24,215,212,211,0
ÓbeinAkstur bílaleigubíla3134,34,36,3
ÓbeinAkstur starfsmanna á vegum vinnu á eigin bílum363363639
ÓbeinFlug innanlands3101233526
ÓbeinFlug erlendis3101114432
ÓbeinUrðun og brennsla úrgangs og lífrænn úrgangur35,06,86,08,2
Samtals losun GHL, kolefnisspor án bindingar 367146180164
Samtals losun GHL/stöðugildi 1,430,470,560,47
Kolefnisbinding 0132168164
Kolefnisspor að teknu tilliti til bindingar 367000
Fjödi stöðugilda EFLU á Íslandi 257309322345
Viðbót ÓbeinAkstur starfsmanna til og frá vinnu313756102126
Viðbót ÓbeinÁrshátíðarferð3 627
Viðbót ÓbeinSkrifstofutæki3 47186
Viðbót ÓbeinMatarinnkaup3 106135
Kolefnisspor annarra þátta sem starfsemi EFLU hefur óbein áhrif á 822447
Samtals losun GHL/stöðugildi 2,71,3
Kolefnisbinding 62712**
Kolefnisspor að teknu tilliti til bindingar 255435
*Árið 2015 er viðmiðunarár
*Losun raforku felur í sér losun vegna framleiðslu bæði á rafmagni og heitu vatni
**Framleiðendur raftækja kolefnisjafna hluta framleiðslunnar

Heildarlosun vegna starfsemi EFLU er því um 611 tonn CO2-ígilda

Hlutfallsleg losun 2023 án viðbótarlosunar

Hlutfallsleg losun 2023 með öðrum þáttum sem EFLA hefur óbein áhrif á

Losun GHL í rekstri EFLU

Miðað við losunarþætti 2015

Losun GHL í rekstri EFLU

Miðað við alla losunarþætti sem loftlagsbókhaldið nær til

Lykiltölur í grænu bókhaldi EFLU 2023

UmhverfisþátturEining202120222023Eining20222023Breyting
Raforka
RaforkunotkunkWst612.756616.97701.275kWst/m2617014%
Eldsneyti
Bensín og dísellítrar17.33814.04613.635l/st.gildi43,639,3-10%
Vatnsorka
Heitt vatnm340.27828.15525.285m3/m20,930,84-10%
Úrgangur*
Efni til endurvinnslu/endurnýtingar
Endurvinnanlegur úrgangur (pappi, pappír, plast og málmar)Tonn6,19,24,8Kg/st.gildi38*14-63%
Lífrænn úrgangurTonn88,610,1Kg/st.gildi35*30-15%
SteinefniTonn15,37,59,6
RaftækiTonn 0,20,2
Efni til orkunýtingar 7,8Kg/st.gildi 23
Efni til förgunar
UrðunTonn5,74,01,2Kg/st.gildi24*3-81%
SpilliefniTonn00,10Kg/st.gildi00
Endurvinnsluhlutfall% %84*86%
Losun GHL
Kolefnisspor losunarþátta miðað við loftlagsmarkmið EFLU frá árinu 2015Tonn CO2-ígilda146180164tonn CO2-ígildi/st.gildi0,470,560,47
Kolefnisspor annarra þátta sem starfsemi EFLU hefur óbein áhrif á 882446tonn CO2-ígildi/st.gildi 2,71,3
KolefnisbindingTonn CO2-ígilda146807164
Heildarfjöldi stöðugilda 309322346
Stöðugildi höfuðstöðva 244243257
*Eingöngu stöðugildi höfuðstöðva