Vindorka
EFLA hefur sinnt vindorkuráðgjöf í rúman áratug. Við bjóðum upp á heildarþjónustu á sviði vindorku, allt frá staðarvali og mati á hagkvæmni til lokahönnunar og framkvæmdaeftirlits.
Sérfræðingar í vindorku
Starfsfólk EFLU leitast við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll vindorkuverkefni. Vindur er ein helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku. Þeim þjóðum sem nýta þessa auðlind í stað jarðefnaeldsneytis fjölgar stöðugt og hefur nýting vindorku á undanförnum árum farið ört vaxandi. Einn helsti kostur vindorku er sá að umhverfisáhrif eru tiltölulega lítil og nánast algjörlega afturkræf. Raforkuvinnsla á Íslandi er að stórum hluta í vatnsaflsvirkjunum en samlegðaráhrif vatnsafls og vindorku eru mikil vegna þess hversu ólíkir eiginleikar þessara orkugjafa eru. Sérfræðiþekking EFLU nær yfir áætlanagerð, staðarval, umhverfisþætti, sérfræðiþekkingu á rafmagni, verkefnastjórnun og fleira.
Gæði og sérstaða
Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í að meta hagkvæmni svæða og leggja til hentugar staðsetningar til vindmælinga. EFLA hefur einnig unnið heildræna nálgun að staðarvali og stefnumótun fyrir sveitarfélög, sem má m.a. nýta við gerð aðalskipulagsáætlana og stefnumótandi áætlana sem snúa að auðlinda- og landnýtingu sveitarfélaga. Aðferðafræði EFLU byggir á þekkingu sem er í samræmi við það sem þekkist víða erlendis, í löndum þar sem reynsla er mikil. Við hönnum vindorkumannvirki með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi og lágmörkum áhættu við framkvæmd og rekstur.
Meðal þjónustusviða eru:
- Fýsileikakannanir
- Kostnaðargreiningar (CBA)
- Mat á umhverfisáhrifum (EIA)
- Undirbúningur fyrir rammaáætlun
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Svæðisskipulag
- Hönnun og tenging við flutningsnet
- Greiningar á vind- og veðurgögnum
- Frum- og verkhönnun
- Staðarvalsgreiningar fyrir sveitarfélög
- Stefnumótun fyrir sveitarfélög
- Reglunarþörf
Í átt að kolefnishlutleysi
Vindorka er nú þegar einn helsti endurnýjanlegi orkugjafi heimsins. Ráðgjafar EFLU geta hjálpað viðskiptavinum að þróa vindorkuverkefni sem tekur til félagslegra, umhverfislegra og tæknilegra þátta. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu á hönnun mannvirkja, mati á hljóðvistaráhrifum, sýnileikaáhrifum og skuggaflökti, framkvæmd vistferilsgreininga og mati á umhverfisáhrifum. Við hönnum vindorkuver í sátt við náttúru og samfélag, oft við krefjandi aðstæður.