Vetni og rafeldsneyti
Orkuskipti framtíðarinnar byggja meðal annars á þróun vetnis og annars rafeldsneytis. EFLA er vel í stakk búin til að styðja þróunaraðila og fjárfesta í þróun tækifæra á þessu sviði.
Ráðgjöf um rafeldsneyti
Við hjá EFLU erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til þróunar rafrænna eldsneytisverkefna. EFLA hefur tekið þátt í verkefnum um rafeldsneyti og orkuskipti í samgöngum, framleiðslu, flutningi og geymslu, bæði hérlendis og erlendis. EFLA hefur þannig fylgst með alþjóðlegri þróun og þeim kröftum sem knýja þá þróun áfram og byggt upp yfirgripsmikla og góða þekkingu um þessi mál með það að markmiði að styðja við orkuskipti framtíðarinnar. Við höfum þegar átt í samstarfi við marga hagsmunaaðila um fýsileikakannanir um allt Ísland. EFLA er því í fararbroddi ráðgjafar- og þekkingarfyrirtækja í þessum málaflokki.
Vetni og rafrænt eldsneyti sérgrein
Í samræmi við áherslu okkar um sjálfbærni hefur EFLA komið fram sem dyggur talsmaður vetnis- og annarra rafeldsneytislausna á Íslandi. Miklar fjárfestingar okkar í að byggja upp tengslanet, auka getu til að bæta við þekkingu hafa komið EFLU í fremstu röð á þessu sviði. Undanfarin ár hefur sérfræðiþekking okkar í ferli-, byggingar-, rafmagns-, efna- og umhverfisverkfræði gegnt lykilhlutverki í velgengni ýmissa verkefna og rannsókna. Verkefnin sem við höfum komið að veita okkur hjá EFLU hvatningu til að hefja frekari ráðgjafarsamstarf við þróunaraðila og fjárfesta á sviði vetnis og annars rafeldsneytis á komandi árum.
Meðal þjónustusviða eru:
- Orkuflutningur og raforkukerfi
- Staðarval og rannsóknir
- Efnaverkfræði
- Lagnahönnun undir þrýstingi
- Mannvirkjahönnun
- Samgöngumál
- Stjórn og upplýsingakerfi
- Innviðagreiningar
- Þarfagreiningar
- Kolefnisspor
- Sjálfbærniráðgjöf
- Orkuskipti samfélaga
Framtíð vetnis og rafeldsneytis
Með endurnýjanlegum orkugjöfum er Ísland í fararbroddi í þróun vetnis og rafeldsneytis. Verkefni EFLU hafa þegar hjálpað til við skilning á tæknilegri og efnahagslegri hagkvæmni vetnis og rafeldsneytis á Íslandi. Við leggjum áherslu á að þau muni gera það áfram. Þess vegna viljum við stuðla að þróun skilvirkra aðferða til að flytja rafeldsneyti og vetni til Evrópu um leið og við komum til móts við markaðinn á Íslandi.