Jarðstrengir
Það hefur aukist til muna að dreifi- og flutningskerfi séu byggð upp með háspenntum rafstrengjum í stað loftlína. EFLA býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi undirbúning, hönnun og framkvæmd jarðstrengslagna á öllum spennustigum.
Hönnun jarðstrengja
Jarðstrengjum á Íslandi fer ört fjölgandi. Oft er um að ræða tengingar vegna nýrra notenda eða vegna styrkingar rafkerfisins en einnig er talsvert um að jarðstrengir séu lagðir í stað loftlína sem fyrir voru. Í krefjandi landslagi og fjölbreyttum aðstæðum leggur EFLA sig fram við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir jarðstrengsverkefni og draga úr áhættu við framkvæmd og rekstur. Ráðgjöf okkar nær m.a. yfir umhverfismat, frumhönnun, verkhönnun og framkvæmd verks. EFLA hefur komið að undirbúningi og hönnun fjölmargra jarðstrengslagna, m.a. Fitjalínu 2 (132 kV), Nesjavallalínu 2 (132 kV), Selfosslínu 3 (66 kV), Hellulínu 2 (66 kV) og Grundarfjarðarlínu 2 (66 kV).
Þekking og reynsla
EFLA leitast ávallt við að hanna jarðstrengslagnir með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur. Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í undirbúningi og hönnun á jarðstrengslögnum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður. Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. á athugunum á umhverfisaðstæðum, kerfisrannsóknum, raffræðilegum greiningum o.fl. Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru mikilvægur hluti af nálgun okkar og við vinnum allt okkar starf með áherslu á fólk og umhverfi.
Meðal þjónustusviða eru:
- Mat á umhverfisáhrifum (MÁU)
- Umsjón skipulags- og leyfismála, samskipti við hagsmunaaðila
- Jarðvegsrannsóknir
- Skilgreining hönnunarforsenda
- Raffræðileg hönnun
- Hönnun jarðvinnu
- Áætlanagerð
- Kostnaðaráætlanir
- Gerð útboðsgagna fyrir kaup á búnaði
- Gerð útboðsgagna fyrir jarðvinnu og útdrátt
- Aðstoð við samningagerð
- Ráðgjöf á framkvæmdatíma
- Verkeftirlit
- Áhættugreiningar
Virkjum samfélög og fyrirtæki
Við hjá EFLU leggjum metnað okkar í að vernda umhverfið. Við höfum lagt okkar af mörkum við hönnun fjölmargra jarðstrengskerfa á Íslandi og í Noregi með spennu allt að 220 kV í samstarfi við orkufyrirtæki. Starfsfólk EFLU mun vinna með verkkaupum að hagkvæmu og sjálfbæru jarðstrengjakerfi sem styrkir fyrirtæki og samfélög næstu áratugi, óháð því hversu afskekkt staðsetning þeirra er.