Loftlínur
EFLA hefur yfir 45 ára reynslu af hönnun háspennulína, þar af yfir 30 ára reynslu erlendis í yfir 25 löndum. Sérfræðingar EFLU veita alhliða ráðgjöf á sviði hönnunar háspennulína.
Hönnun víða um heim
EFLA hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki með mikla alhliða reynslu af hönnun háspennulína víða um heim og er náið samstarf milli allra sérfræðinga sem koma að hönnun háspennulína. Þjónusta okkar nær yfir raffræðilega hönnun, burðarþolshönnun, jarðtæknilega hönnun og rannsóknir og ákvörðun hönnunarforsenda. Við höfum einnig sérfræðinga sem sinna framkvæmdaeftirliti og eftirliti með framleiðslu og eftirfylgni framkvæmda- og straumleysisáætlana. Þverfagleg nálgun EFLU tryggir heildstæðar lausnir í háspennulínuverkfræði. EFLA er einnig virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi á sviði raforkumannvirkja.
Hagkvæm og vistvæn hönnun
Starfsfólk EFLU hefur sérfræðiþekkingu í háspennulínuhönnun. Það býr yfir víðtækri alþjóðlegri reynslu og er meðal þeirra fremstu í heiminum á sínu sviði. Við rekum skrifstofur í sex löndum og vinna 90 manns við hönnun á háspennumannvirkjum. Hjá okkur starfar samhentur hópur með breiða þekkingu sem nýtist vel í þeim verkefnum sem EFLA tekst á hendur. Sérstaða EFLU er áralöng alþjóðleg reynsla og breið þekking á öllum þáttum er lúta að hönnun háspennulína. Starfsfólki okkar er mjög umhugað um að loftlínumannvirki falli sem best að umhverfi sínu til að sem breiðust sátt náist um nýframkvæmdir.
Meðal þjónustusviða eru:
- Val á línuleiðum og staursetning
- Mat á umhverfisáhrifum
- Raffræðileg hönnun
- Burðarþolshönnun
- Jarðtæknileg hönnun og rannsóknir
- Verkhönnun
- Gerð útboðsgagna og eftirfylgni
- Framkvæmdaeftirlit og eftirlit með framleiðslu
- Þróun nýrra mastragerða
- Landlíkön og sýnileikagreining 2D/3D
- Myndræn framsetning raforkumannvirkja á myndum og myndböndum
- Kostnaðarmat og kostnaðarbestun
- Framkvæmda- og straumleysisáætlanir
- Uppfærsla eldri háspennulína (endurnýjun, flutningsaukning, HTLS og spennuhækkun)
- Áhættumat vegna framkvæmda og reksturs
- Veðurfarslegar rannsóknir og ákvörðun hönnunarforsenda
- Ástandsgreining raforkumannvirkja og líftímagreiningar
- Spennugreiningar
- Sérfræðiálit (óháður rýnir, áreiðanleiki, greining vandamála, bilunargreining, greining á hruni, matsgerð, o.fl.)
Löng saga og víðtæk þekking
Hjá EFLU hafa viðskiptavinir aðgang að mjög hæfu og afkastamiklu teymi sérfræðinga sem hefur reynslu á heimsvísu við hönnun háspennulína. Það nýtir fjölbreytta sérfræðiþekkingu og tryggir skilvirkt samstarf í verkefnum. Fyrir tilstilli langrar sögu og víðtækrar þekkingar felst styrkur EFLU í að hanna raforkumannvirki sem ná sem bestum árangri í sátt við umhverfið. Niðurstaðan er teymi sem veitir bestu mögulegu þjónustuna og tryggir góðan árangur.