Félagshagfræðileg greining
Það er mikilvægt að huga að samfélagslegum áhrifum og efnahagslegri hagkvæmni við skipulagningu verkefna tengdum endurnýjanlegri orku. EFLA hefur áratuga reynslu af ráðgjöf um félagshagfræðilega greiningu vegna slíkra verkefna.
Mat verkefna
Verkefni tengd endurnýjanlegri orku verða að taka tillit til umhverfis og félagslegs og efnahagslegs ávinnings. Félagshagfræðileg greining er mikilvægur hluti af fýsileikakönnunum EFLU. Við vinnum með hagsmunaaðilum að því að finna leiðir sem gera það að verkum að verkefnin verði nytsamleg fyrir fólkið, samfélögin og fyrirtækin. Við metum hvaða efnahagslegu aðstæður munu hafa áhrif á arðsemi verkefna. Í því skyni framkvæmum við meðal annars áhættumat. Þannig leggjum við okkur fram um að finna lausnir sem lágmarka áhættu í byggingu og rekstri en eru jafnframt hagkvæmar og til góðs fyrir samfélag og umhverfi.
Gæði og reynsla
Sérfræðingar EFLU leggja mat á valkosti fyrirtækja og stofnanna varðandi verkefni sem snúast um endurnýjanlega orku. Mat okkar spannar allt frá fýsileikakönnun til framkvæmda auk tenginga við dreifikerfi og rekstur. Til þess hefur starfsfólk okkar mikla reynslu og sérþekkingu. Það hefur starfað á sviðum samgangna, byggingariðnaðar, orkumála, hagfræðilegra greininga, umhverfismála, verkefnastjórnunar og á fleiri sviðum. Þetta þverfaglega teymi er tilbúið að leggja til traustar, hagkvæmar og áreiðanlegar lausnir.
Meðal þjónustusviða eru:
- Mat á efnahagslegri hagkvæmni
- Gerð og greining hagfræðilegra líkana
- Valréttargreining
- Fjárhagslegt mat
- Félagshagfræðileg kostnaðar- og ábatagreining
Hlutleysismarkmið framtíðarinnar
Verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku fela í sér stórar fjárfestingar sem hafa töluverð áhrif á samfélagið. Heildstæð nálgun EFLU veitir viðskiptavinum öryggi til að halda slíkum verkefnum áfram með vissu um að jákvæð áhrif þeirra vegi þyngra en þau neikvæðu. Góð áætlanagerð er alltaf mikilvæg til að lágmarka áhættu og hámarka árangur. Þannig geta verkefnin fært okkur öll skrefi nær grænni framtíð.