Orkumálaráðgjöf
EFLA hefur víðtæka þekkingu og áratuga reynslu af ráðgjöf á sviði raforkuflutnings- og dreifikerfa, vatnsafls-, jarðhita- og vindorkuvirkjana, raforkumarkaði og eldsneytismálum auk þess sem orkuskipti vega þungt í verkefnum orkumálaráðgjafar.
Greiningar sem grundvöllur fyrir mikilvægar ákvarðanir
Ráðgjöf og greiningar EFLU geta skipt sköpum í áskorunum tengdum raforkukerfum, bæði í dag og til framtíðar, enda býr teymi orkumálaráðgjafar yfir mikilli reynslu og þekkingu á raforkukerfum og raforkumarkaði.
Orkumálaráðgjöf hefur útbúið hin ýmsu líkön, t.d. við gerð orkuspáa og mat á orkuþörf vegna orkuskipta. Orkumálaráðgjöf fylgist með raforkumarkaði, verði á raforku, sem og dreifingu og flutningi hennar, og gefur út í skýrslu reglulega, auk þess sem hún aðstoðar m.a. fyrirtæki og sveitarfélög við að bjóða út raforkukaup. Orkumálaráðgjöf nýtir sér öll helstu forrit við ráðgjöf til viðskiptavina.
Yfirsýn og mat
Styrkur orkumálaráðgjafar EFLU felst í öflugri sérfræðiþekkingu á orkumálum. Hæfni starfsfólks tryggir að fyrirtæki sem flytja og dreifa raforku séu vel undirbúin fyrir áskoranir samtímans og framtíðarinnar. Teymi orkumálaráðgjafar er fjölbreytt og sterkt og fylgist vel með þróun á raforkumarkaði innanlands, með áherslu á verð og nýtingu raforku. EFLA hefur tekið virkan þátt í að meta notkun og þróun raforku á Íslandi, m.a. með gerð raforkuspár. EFLA leggur áherslu á skilvirkni og að aðstoða stofnanir við að taka upplýstar ákvarðanir í orkutengdum málum.
Meðal þjónustusviða eru:
- Gerð spálíkana
- Úrvinnsla hagstærða
- Úrvinnsla orkutalna
- Sviðsmyndagerð
- Mat kostnaðar vegna raforkuskorts
- Mat á þjóðhagslegri hagkvæmni
- Fjárhagslegt mat á einstöku framkvæmdum
- Gerð hagrænna líkana
- Greining raforkukerfa
- Mat á áreiðanleika afhendingar á raforku
- Mat á áreiðanleika framleiðslukerfa
- Orkuspár, þ.e. raforku-, jarðhita- og eldsneytisspár
Sérþekking á nokkrum sviðum
Starfsfólk orkumálaráðgjafar hefur sérþekkingu í greiningu raforkukerfa, mati á afl- og orkuþörf og gerð ýmissa líkana sem nýtast til að mynda við gerð orkuspár, auk sérþekkingar á raforkumarkaði á Íslandi. Orkumálaráðgjöf hefur safnað saman gögnum í áratugi um allar truflanir á raforkukerfum. Allt þetta og fleira til gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum nákvæma og ítarlega ráðgjöf.