Vistferils- og líftímakostnaðargreiningar
Þegar fyrirtæki meta umhverfisáhrif og kostnað er mikilvægt að horfa til lengri tíma. EFLA getur aðstoðað fyrirtæki við að meta vistspor sitt og kostnað við vörur eða þjónustu yfir allan vistferil og líftíma.
Traustir útreikningar og raunhæf hagræðing
Vistferilsgreiningar (LCA) og líftímakostnaðargreiningar (LCC) eru aðferðir sem eru notaðar til að meta umhverfisáhrif, vistspor og kostnað vöru og þjónustu yfir allan vistferilinn. Þær ná yfir öll stig vistferilsins, þ.e. auðlindir, vinnslu, framleiðslu, notkun og lok líftíma. EFLA fylgir alþjóðlega viðurkenndum stöðlum varðandi sjálfbærni. Fyrir útreikninga á vistferilsgreiningu notum við ISO 14040 og ISO 14044, en fyrir lífsferilskostnað fylgjum við ISO 15686 og ISO 15663. Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu af því að leiðbeina viðskiptavinum varðandi ýmsa valkosti, sem leiðir til traustra útreikninga og raunhæfra ráðlegginga um hagræðingu.
Gæði og sjálfbærni
EFLA er leiðandi í umhverfisráðgjöf og hefur lengi sinnt verkefnum tengdum vistferilsgreiningum, líftímakostnaðargreiningum og kolefnissporsverkefnum fyrir viðskiptavini hér á landi og erlendis. Nýjustu og áreiðanlegustu aðferðirnar eru notaðar og viðskiptavinum gert kleift að öðlast yfirgripsmikinn skilning. Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu af vistferilsgreiningu í byggingariðnaði, orkuiðnaði, samgöngum, iðnaði, matvælavinnslu, sjávarútvegi og úrgangsstjórnun, sem og við endurvinnslu. EFLA hefur einnig reynslu af líftímakostnaðargreiningum, sérstaklega í byggingargeiranum. Með sérfræðiþekkingu verkfræðinga okkar bjóðum við upp á sérsniðnar lausnir varðandi vistferilsgreiningar og líftímakostnaðargreiningar.
Meðal þjónustusviða eru:
- Gerð vistferilsgreininga skv. alþjóðlegum stöðlum fyrir vöru, þjónustu eða kerfi
- Einfaldari útreikningar eða skimun umhverfisáhrifa með aðferðafræði vistferilsgreiningar
- Útreikningar á kolefnisspori fyrir vöru, ferli eða þjónustu
- Umsjón með gerð umhverfisyfirlýsinga fyrir vörur eða þjónustu (e. Environmental Product Declaration)
- Vistferilskostnaðargreiningar/líftímakostnaðargreiningar, LCC
- Áætlanagerð
- Þarfagreining
- Verkefnastjórnun
Stefnumótandi kostir
Vistferilsgreiningar (LCA) og líftímakostnaðargreiningar (LCC) eru öflug verkfæri, bæði í stefnumótandi ferli og í vöruþróun. Þessar greiningar sýna hvar umhverfisáhrif eða kostnaður verður til, sem er mikilvægt til að auka sjálfbærni og kostnaðarhagkvæmni verkefna, vöru eða þjónustu. Vistferilsgreiningar eru einnig grundvöllur fyrir umhverfisyfirlýsingar fyrir vörur (EPD), sem gera umhverfislegan samanburð á vörum mögulegan. Með því að veita gagnsæjar og áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif og kostnað er hægt að ná samkeppnisforskoti á markaði.