Innleiðing hringrásarhagkerfis
Auðlindir jarðar eru dýrmætar. EFLA getur aðstoðað fyrirtæki við að innleiða stefnu um hringrásarhagkerfi til að takast á við loftslagsbreytingar með því að lágmarka notkun, úrgang og mengun.
Endurhugsum úrgang
Úrgangur er auðlind sem hægt er að nýta áfram eða breyta í nýjar vörur. Við hjá EFLU veitum fyrirtækjum og sveitarfélögum aðstoð við innleiðingu hringrásarhugsunar í starfsemi sinni. Aðferðafræði okkar felur í sér mikið samráð um greiningu á tækifærum til hringrásar hjá sérhverjum viðskiptavini, þar sem tekið er tillit til m.a. verkferla, innkaupa, notkunar hráefna og meðhöndlunar úrgangs. Innleiðing hringrásarhugsunar í rekstri hjálpar fyrirtækjum og sveitarfélögum að gera betur í umhverfismálum í formi minni úrgangs, betri flokkunar úrgangs, betri nýtingar auðlinda, minni sóunar og hagkvæmari innkaupa.
Gæði og sjálfbærni
Hjá EFLU leggjum við áherslu á sjálfbærni í öllum verkefnum okkar og rekstri. Við leggjum okkur fram um að aðstoða viðskiptavini við að gera slíkt hið sama. Alhliða ráðgjafarþjónusta EFLU gerir viðskiptavinum kleift að nýta auðlindir sínar sem best og stuðlar að betri nýtingu og lengri líftíma vara og efna. EFLA starfar eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) sem felur m.a. í sér áherslu á hringrásarhagkerfið. Starfsemi okkar er einnig vottuð samkvæmt gæðastjórnunarstaðlinum (ISO 9001) og stjórnkerfi um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd (ISO 45001).
Meðal þjónustusviða eru:
- Aðstoð við innleiðingu hringrásarhugsunar í rekstur
- Innleiðing umhverfisstjórnunar skv ISO 14001 í rekstur
- Vistvottun bygginga skv. BREEAM og Svaninum
- Innleiðing á stjórnkerfi um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd (ISO 45001)
- Aðstoð við að uppfylla flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) og aðstoð við að setja fram sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja, CSRD (e. Corporate Sustainability Reporting Directive)
Sjálfbær fyrirtæki og sveitarfélög
Öflugt umhverfisstjórnunarkerfi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfis er nauðsynlegt fyrir framsýn fyrirtæki og stofnanir í dag. Með því að setja sjálfbærni og hringrásarhugsun í forgang mun fyrirtækið draga úr umhverfisáhrifum sínum, lækka kostnað, uppfylla lagalegar kröfur og bæta orðspor sitt. Gagnsæi og ábyrgð í sjálfbærnimálum er lykilatriði fyrir vöxt fyrirtækja, veitir þeim markaðslegt forskot, til dæmis með nýjum samstarfsaðilum, nýjum samningum og aðgangi að nýjum mörkuðum.