Fráveitur og ofanvatnskerfi
Fráveitur og örugg veitukerfi eru ein af grunnstoðum nútíma velferðarsamfélags og er EFLA leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa, greininga lagnakerfa, blágrænna ofanvatnslausna, flóðagreininga og veitumannvirkja.
Alhliða ráðgjafarþjónusta
Hjá EFLU er mikill metnaður lagður í að hanna fráveitur og ofanvatnslausnir sem uppfylla vaxandi kröfur samfélagsins um öryggi og lausnir. Skilvirk skólpkerfi eru nauðsynleg fyrir lýðheilsu og umhverfið. Eitt lykilvandamál fráveitukerfa er þegar blandkerfi fráveitu fer yfir afkastamörk í mikilli rigningu. Til að draga úr þessu álagi á fráveitukerfi á þéttbýlum svæðum hannar EFLA tvöföld fráveitukerfi sem aðskilja ofanvatn frá skólpi, með aðskildum lögnum eða með blágrænum ofanvatnslausnum fyrir ofanvatn.
EFLA þróar hagnýtar og kostnaðarhagkvæmar aðferðir til að efla þjónustu og tryggja sjálfbært, skilvirkt og áreiðanlegt fráveitukerfi og ofanvatnslausnir. Með því að leggja til og hanna blágrænar ofanvatnslausnir (SuDS) og nota flóðagreiningar og líkön til að spá fyrir um breytingar á ám og flóðasvæðum stefnum við að því að auka viðnámsþol þéttbyggðra svæða ásamt því að auka þekkingu á flóðasvæðum.
Gæði og sjálfbærni
Hjá EFLU er áherslan alltaf á sjálfbærni og meginreglur hringrásarhagkerfisins. Sérfræðingar okkar hafa yfirgripsmikla reynslu af þverfaglegri nálgun innan fráveitu- og ofanvatnskerfa, sem nýtt er í öllum verkefnum. Við leggjum mikla áherslu á gæði lausna og öryggi veitukerfa þar sem bæði vel þekktar lausnir og nýjungar eru nýttar til að aðlaga veitukerfi að nýjum og krefjandi aðstæðum í nútímasamfélagi. EFLA hefur mikla reynslu af hönnun salernislausna fyrir vinsæla ferðamannastaði, sem og fyrir afskekkta staði þar sem nota þarf óhefðbundnar salernislausnir svo sem þurrsalerni eða salerni sem nota mjög lítið vatn.
Meðal þjónustusviða eru:
- Blágrænar ofanvatnslausnir (SuDS)
- Forhönnun lagnakerfa og ofanvatnslausna á deiliskipulagsstigi
- Hönnun skólphreinsistöðva og veitumannvirkja
- Lagnahönnun og endurnýjun eldri lagnakerfa
- Ofanvatnslausnir og drenkerfi
- Salernis- og veitulausnir fyrir ferðaþjónustu og ferðamannastaði
- Rotþrær og siturbeð
- Nýting seyru
- Flóðagreiningar
- Yfirföll og útrásir
- Uppsetning á veitukerfum í líkani og greiningar
Fráveita og ofanvatnslausnir til framtíðar
Með ráðgjöf EFLU geta viðskiptavinir fengið hagkvæmt fráveitukerfi þar sem sjálfbærni, öryggi, hagkvæmni og skilvirkni eru í forgangi. Þær flóðagreiningar sem við framkvæmum og blágrænu ofanvatnslausnirnar sem við hönnum búa sveitarfélögum og samfélögum aukið þanþol til framtíðar og veita aukinn skilning á flóðahættu.