Loftræsihönnun og pípulagnir
Sérfræðingar EFLU hafa mikla reynslu af eftirliti með uppsetningu, sem og úttektum á lagna- og loftræsikerfum. EFLA tekur að sér gerð orkulíkana og orkuútreikninga fyrir byggingar og hefur mikla reynslu af Breeam og Svansvottunum.
Vönduð vinnubrögð
EFLA er leiðandi ráðgjafi í hönnun lagna og loftræsikerfa í mannvirkjum af öllum stærðum og gerðum. Sérfræðingar EFLU leggja mikla áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð. Mikil áhersla er lögð á valkosta- og þarfagreiningar í hönnunarferlinu. Öll hönnun á loftræsi- og lagnakerfum fylgir viðeigandi reglugerðum og stöðlum og hefur það að markmiði að hámarka gæði bygginga. Mikil áhersla er lögð á orkunýtingu og innivist. EFLA styðst við aðferðafræði BIM til að tryggja samræmingu milli allra aðila sem að verkefnum koma.
Afköst, vellíðan og loftgæði
Starfsfólk EFLU býr yfir víðtækri reynslu af loftræsi- og lagnahönnun í mannvirkjum. EfLA leggur mikla áherslu á gæði innivistar í byggingum þar sem innivist hefur áhrif á afköst, vellíðan og heilsu notenda. Með góðri hönnun lagna og loftræsikerfa má bæta endingu og gæði, lækka rekstrarkostnað og bæta orkunýtingu bygginga. EFLA leggur mikinn metnað í að vera í fararbroddi þegar kemur að tækniþróun og fylgir ávallt gildandi stöðlum og reglugerðum til að tryggja viðskiptavinum bestu mögulegu lausnina.
Meðal þjónustusviða eru:
- Loftgæðalíkön og ráðgjöf fyrir innivist
- Loftræsikerfi fyrir byggingar
- Loftræsikerfi fyrir iðnað
- Virknilýsingar
- Húshitunarkerfi
- Neysluvatnskerfi
- Snjóbræðslukerfi
- Sundlaugakerfi
- Vatnsúðakerfi
- Kæli- og frystikerfi
- Frárennsliskerfi
- Varmadælur til upphitunar í húsum
- Virknilýsingar fyrir lagnakerfi
Traustar og endingargóðar lausnir
Sérfræðiþekking EFLU á sviði loftræsi- og lagnakerfa tryggir mannvirki með góð loftgæði og innivist, góða orkunýtingu, lægri rekstrarkostnað og bætta endingu. Góð hönnun lagna og loftræsikerfa skiptir sköpum þegar kemur að líftíma bygginga og með EFLU í sínu liði geta viðskiptavinir verið vissir um að skapa grunn að góðu, hagkvæmu, heilbrigðu og endingargóðu mannvirki.