Brunahönnun
EFLA veitir öfluga ráðgjöf á sviði brunavarna og öryggismála. Lögð er megináhersla á að nýta sérfræðiþekkingu og sérhæfðan hugbúnað til úrbóta við bestun brunavarna.
Reynsla og þekking
Brunahönnunarteymi EFLU fylgist með nýjustu þróun á sviði brunavarna, til að tryggja að við veitum ávallt ráðgjöf samkvæmt nýjustu upplýsingum. Með það að leiðarljósi kemur færni, reynsla og þekking starfsmanna EFLU viðskiptavinum okkar í fremstu röð. Brunateymi EFLU starfar náið með öðrum teymum félagsins og nýtur stuðnings öflugrar sérfræðiþekkingar frá starfsmönnm með fjölbreytta þekkingu.
Fjölbreytt verkefni
Verkefni brunateymis eru fjölbreytt og spanna öll helstu svið brunamála og öryggismála, allt frá einföldum úttektum til hönnunar stórbygginga. Gerð rýmingar- og viðbragðsáætlana vegna bruna og annarrar hættu auk fræðslu skipar stóran sess í starfseminni.Við gerum tæknilegar áhættugreiningar auk einfaldara áhættumats í brunahönnun bygginga.
Meðal þjónustusviða eru:
- Brunahönnun bygginga og burðarvirkja
- Brunatæknilegar úttektir
- Fræðsla á sviði bruna- og öryggismála
- Brunavarnir loftræsikerfa
- Greining flóttaleiða og gerð rýmingaráætlana
- Gerð neyðar- og viðbragðsáætlana
- Gerð brunaviðvörunarkerfa og vöktunarbúnaðar
- Hönnun sjálfvirkra slökkvikerfa
- Efnaöryggismál
- Hermun sprenginga
Þverfagleg nálgun
Við hjá EFLU tökum ábyrgð okkar í öryggismálum alvarlega. Lögð er megináhersla á að nýta sérfræðiþekkingu og sérhæfðan hugbúnað við bestun brunavarna. Með það að leiðarljósi kemur færni, reynsla og þekking starfsmanna EFLU viðskiptavinum okkar í fremstu röð. Bruna- og öryggisteymið starfar náið með öðrum teymum EFLU og nýtur stuðnings öflugrar sérfræðiþekkingar frá starfsmönnum með fjölbreytta þekkingu.