BIM
Sérfræðingar EFLU nýta aðferðafræði BIM (Building Information Modelling) við hönnun og undirbúning byggingarframkvæmda til að tryggja skilvirkt upplýsingaflæði til viðskiptavina og gæði í öllu ferlinu.
Skýr markmið
BIM (Building Information Modelling) er aðferðafræði sem er notuð til að búa til hönnunarlíkan fyrir byggingu og kerfin sem henni tilheyra. Hönnunarlíkanið, ásamt þeim upplýsingum sem í því eru, er síðan hægt að greina, herma og sannreyna áður en byggingin er byggð. BIM býður einnig upp á þann möguleika að nýta líkan byggingar í framkvæmd og rekstri.
Orkuútreikningar, hljóðvistar- og brunatæknilegar greiningar eru einnig dæmi um greiningar sem unnt er að vinna á grunni BIM hönnunarlíkana. Til að tryggja að réttar upplýsingar séu aðgengilegar fyrir slíkar greiningar vinnur EFLA með verkkaupa og hönnuðum í upphafi verks að skilgreiningu BIM markmiða fyrir verkefnið.
Gott upplýsingaflæði
Fyrir EFLU snýst BIM að miklu leyti um að upplýsingaflæði sé gott milli viðskiptavinar, verktaka og sérfræðinga okkar á meðan hönnun og framkvæmd stendur. Til að stuðla að því hefur EFLA tekið í notkun skýjaþjónustu sem veitir öllum sem að verkefninu koma sjónaðgang að uppfærðum hönnunarlíkönum, allt til verkefnisloka.
Meðal þjónustusviða eru:
- BIM hönnunarstjórnun
- Hönnun í hlutbundnum byggingarlíkönum
- Árekstragreiningar milli faglíkana
- Tíma- og áætlanagerð
- Greiningar á byggingum og umhverfi
- Samræmd gerð teikninga úr byggingarlíkönum
- Gerð reyndarlíkana af byggingum fyrir fasteignaumsjónarkerfi
- Framsetning hönnunar í sýndarveruleika
- Þrívíddarskönnun bygginga
- ACC – skýþjónusta sem veitir verkefnisaðilum sjónaðgang að hönnunarlíkönum
- ACC – verkefnavefur
Gæði og yfirsýn
EFLA lítur á BIM sem eðlilegan part af hönnunarferli bygginga. Með skýrri BIM markmiðssetningu í upphafi verks má stuðla að meiri gæðum í hönnun og betri yfirsýn yfir verkefnistímann.