Umferðartalningar og -gögn

EFLA hefur verið í fararbroddi í öflun umferðargagna með myndgreiningu og með staðsetningarbúnaði ökutækja og snjallsíma. Notkun þessara gagna er orðinn mikilvægur hlekkur við framkvæmd og greiningu samgönguverkefna hjá EFLU.

Loftmynd úr dróna af hringtorgi við Suðurnesjaveg, bílaumferð

Greiningaraðferðir

Með hraðri þróun í myndgreiningartækni hafa nýjar gáttir opnast við öflun upplýsinga með myndavélum þar sem hægt er að fá upplýsingar um akandi, hjólandi og gangandi umferð sem og tækifæri til greiningar á notkun bílastæða. EFLA hefur notað myndgreiningu við umferðargreiningar, -talningar og -hraðamælingar, bæði með staðbundnum myndavélum og drónum. Með þessum gögnum er hægt að afla upplýsinga um ökutækjaflokka og hraða og meta umferðaröryggi.

EFLA hefur unnið verkefni með því að nota ferilgögn sem verða til í gegnum staðsetningarbúnað ýmissa snjalltækja. Gögnin nýtast t.d. við greiningu tafartíma eftir stofnvegum, greiningu ferðamynsturs, s.s. gegnumaksturs, eða við að greina upphafs- og endastaði (e. origin-destination-analysis) til að betrumbæta megi samgöngulíkön.

Sérþekking og ráðgjöf

EFLA er í samstarfi við þrjú fremstu tækja- og hugbúnaðarfyrirtækin sem bjóða upp á myndgreiningu (Miovision, GoodVision) og aðgengi að ferilupplýsingum (TomTom). EFLA hefur byggt upp mikla sérþekkingu við notkun myndavélagreininga og á tækjabúnað frá Miovision sem notaður er við framkvæmd mælinga.

Þá er EFLA þjónustuaðili TomTom hér á landi og veitir aðgengi og ráðgjöf við notkun ferilgagna ökutækja frá þeim. Helstu verkefni sem EFLA hefur unnið með því að nota ferilgögn eru verkefni sem snúa að greiningu tafartíma eftir stofnvegum, breytingu á ferðamynstri (s.s. gegnumakstri) vegna innviðaverkefna og mati á umferðarmynstri (e. origin-destination analysis), m.a. til að betrumbæta samgöngulíkön.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Umferðartalningar
  • Umferðargreining
  • Mæling á hraða ökutækjaflokka
  • O/D (upphafs- og endastaða-) greining
  • Talning á gangandi og hjólandi umferð
  • Drónaflug
  • Ferilgreiningar vegfarenda
  • Umferðaröryggisgreiningar
  • Aðgengi að ferilgögnum ökutækja með TomTom

Nákvæmni og snjallvæðing

Ljóst er að með frekari framþróun á þessu sviði verða ferilgögn úr snjalltækjum og myndgreiningartækni ekki aðeins liður í því að geta framkvæmt nákvæmari og betri samgöngugreiningar, heldur leiðir tæknin sjálf til frekari snjallvæðingar samgangna. Mikilvægt er að sérfræðingar sem vinna við samgöngu- og skipulagsmál séu meðvitaðir um slíka tækni, tileinki sér hana og hafi góðan skilning á hagnýtingarmöguleikum hennar.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU