Flug
Á tímum vaxandi flugumferðar er framúrskarandi hönnun flugvalla mikilvægari en nokkru sinni fyrr. EFLA hefur aðild að rammasamningi við Isavia í gegnum AVRO um hönnun flug- og landhliðar á flugvöllum.
Alhliða flugvallarhönnunarþjónusta
Þau sem hafa ferðast frá Íslandi hafa líklega kynnst hönnun EFLU, þar á meðal flughlöðum, akbrautum, flugbrautum, farþegastöðvum, farangursafgreiðslu og bílastæðum.
Rammasamningur okkar við Isavia tekur til nokkurra stiga hönnunar. Þjónusta okkar nær yfir skipulagsáætlanir á frumstigi, hagkvæmniathuganir, umferðarspár, slitlagshönnun og burðarþol, rúmfræði flugbrauta og akbrauta, hönnun brauta- og aðflugslýsingar, stjórnun ofanvatns, sjálfbærni og umhverfissjónarmið, jarðtækni- og jarðfræðilegar athuganir, öryggismál, hönnun fjarskiptakerfa og fleira. Í samræmi við alþjóðlegar, evrópskar og íslenskar reglur notum við vottaðar aðferðir, verkfæri og leiðbeiningar frá ICAO, EASA, Isavia og samgöngu- og umhverfisyfirvöldum.
Gæða flughönnun
Teymi sérfræðinga okkar tryggir örugga hönnun á öllum stigum í nánu samstarfi við viðskiptavini og hagsmunaaðila. Við erum með vottanir í gæðastjórnunarkerfum (9001), umhverfisstjórnunarkerfum (14001) og vinnuverndarkerfum (ISO 45001) og samþættum þessar meginreglur í alla þætti vinnu okkar og tryggjum hnökralausar og áreiðanlegar samgöngur. Mat okkar á umhverfisáhrifum, hljóðtækni og umferðarskipulagi miðar að því að lágmarka neikvæð áhrif flugvalla á nærsamfélagið.
Meðal þjónustusviða eru:
- Ástandsskoðun og eftirlit slitlaga
- Hönnun flugbrauta, akbrauta og flughlaða
- Hönnun ofanvatns- og afísingarlausna
- Hönnun flugvélastæða og vegaaðkomu
- Hönnun brautar- og aðflugsljósa
- Hönnun lýsingar flughlaða
- Burðarþols- og útlitshönnun bygginga
- Hönnun öryggis- og aðgangsstýrikerfa
- Hönnun myndavéla- og fjarskiptakerfa
- Hljóðreikningar – hávaðadreifing
- Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana
- Aðgangsstýring bílastæða
- Umferðarskipulag, aðkoma, afköst og flæði
- Umhverfismál, loftgæði og grunnvatn
Nútímaleg flugvallarhönnun
Markmið okkar er að hanna flugvelli og nærumhverfi þeirra sem er ekki bara aðlaðandi og hagkvæmt fyrir notendur heldur einnig góðir vinnustaðir fyrir starfsfólk. Víðtæk sérþekking okkar og reynsla gerir það að verkum að við erum vel í stakk búin til að takast á við og leysa margs konar áskoranir.