Skipulagsáætlanir og stefnur
EFLA veitir framúrskarandi ráðgjöf í skipulagsmálum á öllum skipulagsstigum. Við vinnum með einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum við gerð heildstæðra skipulagsáætlana og veitum ráðgjöf við umhverfismat.
Stefnumótandi skipulagsferli
Sérfræðingar EFLU hafa víðtæka þekkingu í skipulagsmálum sveitarfélaga. Við vinnum stefnumótandi svæðis- og aðalskipulagsáætlanir með sveitarstjórnum til framþróunar sveitarfélagsins í málefnum sem varða landnotkun, byggðaþróun, samgöngur, þjónustu og umhverfismál en einnig takmörkun landnotkunar vegna náttúruvár, verndar og minjasvæða. Á deiliskipulagsstigi vinnur EFLA áætlanir fyrir sveitarfélög og einkaaðila þar sem settir eru skilmálar um byggingar, samgöngukerfi, nýtingu, vernd og fleira sem til þarf fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Tryggt er að samræmi sé milli skipulagsstiga og að kynningar- og samráðsferli sé gagnsætt. Í hverju verkefni er áhersla lögð á að sækja þá fagþekkingu innan fyrirtækisins sem á þarf að halda til að skila góðu verki.
Þverfagleg skipulagsvinna
Sérfræðingar EFLU hafa yfirgripsmikla þekkingu og mikla reynslu af skipulagi sveitarfélaga og hafa unnið með fjölmörgum þeirra við að setja fram stefnu og markmið í svæðisskipulagi og aðalskipulagi og útfæra frekar í deiliskipulagi. EFLA leggur áherslu á rafræna miðlun upplýsinga sem auðveldar samráð við íbúa og hagsmunaaðila sveitarfélagsins. Vinnslu- og auglýsingagögn eru birt á skipulagssjá Skipulagsstofnunar, en auk þess býður EFLA upp á vefsjár með landupplýsingagögnum og skýringum á gagnvirkum kortum þar sem hægt er að skoða tillögur og valkosti á einfaldan og aðgengilegan hátt. Slík nálgun stuðlar að bættu upplýsingaflæði og aukinni þátttöku íbúa í skipulagsferlinu.
Meðal þjónustusviða eru:
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Svæðisskipulag
- Hverfisskipulag
- Umhverfismat áætlana og framkvæmda
- Verndarsvæði í byggð
- Húsakönnun
- Húsnæðisáætlun
- Samgönguskipulag
- Umferðaröryggisáætlun
- Hönnun ferðamannastaða
- Hönnun opinna svæða
- Hönnun bílastæða, áningarstaða, íþróttasvæða
- Landslagshönnun
- Landslagsgreining
- Flokkun landbúnaðarlands
- Staðarval vegna nýtingar á vindorku
- Þarfagreining vegna íbúðar-, frístunda-, eða atvinnusvæða
- Skipulag núverandi og/eða nýrrar byggðar
- Skipulag samgangna/umferðarflæðis og veitna
- Skipulag gönguleiða, reiðleiða og hjólreiðastíga
- Gerð verkteikninga og útboðsgagna
- BREEAM vottanir og vistvæn hönnun
Vegvísir að sjálfbærni
Hlutverk EFLU er að skila skipulagsáætlunum þar sem fram kemur með skýrum hætti stefna um landnotkun, byggðaþróun, náttúruauðlindir, menningarverðmæti og byggingaráform. Við nýtum þverfaglega þekkingu og reynslu teymisins til að hjálpa samfélögum að þróast á jákvæðan hátt, leiðrétta það sem þarf og taka réttu skrefin til framtíðar. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi við vinnslu valkosta og leggjum okkur fram um að leita umhverfisvænna lausna sem rýra ekki lífsgæði komandi kynslóða því okkur er ljóst að land og landgæði eru takmörkuð auðlind. Markmið EFLU er að skila vönduðum og vel unnum skipulagsáætlunum sem eru undirstaða jákvæðra framfara.