Landslagsarkitektúr
Þverfagleg ráðgjöf EFLU veitir heildarlausnir við vinnslu verkefna í landslagsarkitektúr. Þar á meðal er öll meðferð og mótun lands sem ávallt er unnin í nánu samstarfi við verkkaupa.

Gott samstarf og teymisvinna
Vel útfærð landslagshönnun vekur hughrif og rammar inn sjónræna þætti í nærumhverfinu. Hjá EFLU starfa reynslumiklir landslagsarkitektar sem hafa komið að fjölmörgum verkefnum á sviði landslagshönnunar og skipulagsvinnu. Lögð er áhersla á gott samstarf og teymisvinnu með arkitektum, verkfræðingum og listamönnum við úrlausn verkefna, í góðri samvinnu við verkkaupa. Verkefni EFLU á sviði landslagshönnunar hafa verið margvísleg og hafa nokkur þeirra fengið viðurkenningar hérlendis. Meðal verkefna í landslagshönnun eru:
- Almenningsgarðar, göturými og torg
- Fjölbýlis- og einkalóðir
- Íþrótta-og orlofssvæði
- Sundlaugar og baðlón
- Kirkjugarðar
- Orkumannvirki
- Skóla- og leikskólalóðir
- Snjóflóðavarnir
- Spítalar og heilsutengdar þjónustustofnanir
- Ferðamannastaðir og stígagerð
- Stofnanalóðir
- Verslunarmiðstöðvar
- Umferðarmannvirki
- Gróður og plöntuval
- Viðhaldsáætlanir
- Regnvatnsbeð- og ofanvatnslausnir
- Grænir veggir
Fjölbreytt verkefni
Starfsfólk EFLU býr yfir sérfræðiþekkingu í landslagsarkitektúr sem þarf til að framkvæma margvísleg verkefni. Undir landslagsarkitektúr fellur öll meðferð og mótun lands, allt frá skipulagi stærri svæða og skipulagsuppdráttum yfir í hönnun á manngerðu umhverfi. Með góðri landslagshönnun er stuðlað að því að auðga umhverfið með notagildi, fagurfræði og sjálfbærni í huga. Þverfagleg ráðgjöf EFLU býður upp á heildarlausnir við vinnslu verkefna í nánu samstarfi við verkkaupa. Við höfum unnið að fjölbreyttum verkefnum um allt land þar sem við höfum komið að öllum verkhlutum, auk þátttöku í alþjóðlegum verkefnum.
- 1 / 3
- 2 / 3
- 3 / 3
Meðal þjónustusviða eru:
- Konsepthönnun
- Landslagshönnun
- Aðalskipulag
- Rammaskipulag
- Deiliskipulag
- Borgarhönnun
- Landslagsgreining, flokkun og mat
- Verklýsingar og útboðsgögn
- Kostnaðaráætlanir og magntaka
- Skógræktarskipulag
- Vistheimt og sjálfbærni
- Landnýting
- Hæðarsetning
- Deilihönnun
- Skipulag og lýðheilsa
- Staðarvalsgreiningar
- Ásýndar- og landslagsgreiningar
- Ýmisskonar ráðagjöf varðandi umhverfismál og landslagsmótun
- 1 / 4
- 2 / 4
- 3 / 4
- 4 / 4
Léttara skipulag
Greiningar- og hugmyndavinna er lykillinn að góðum árangri í landslagsarkitektúr. Vel útfærð landslagshönnun getur vakið mikil hughrif og rammar inn sjónræna þætti í nærumhverfinu. Með góðri landslagshönnun er einnig hægt að auðga umhverfið með notagildi, fagurfræði og sjálfbærni í huga. Vönduð hönnun sérfræðinga EFLU skilar sér í markvissum framkvæmdum og sparnaði þegar upp er staðið.
Hafðu samband við sérfræðinga EFLU
Dagleg liðstjórn er í höndum Ómars Ingþórssonar sem er jafnframt formaður FÍLA. Öllum fyrirspurnum verður komið í viðeigandi farveg.