Rafmagns- og vélahönnun
Sérfræðingar EFLU þjónusta viðskiptavini varðandi rafmagns- og vélahönnun fyrir gagnaver, fiskvinnslur, matvælaiðnað, álver, veitu- og orkufyrirtæki, svo og hinn almenna iðnað.
Nýstárleg hönnun
Undirstaða að velgengni fyrirtækja liggur í skilvirkri og nýstárlegri hönnun og þar komum við hjá EFLU sterk inn. Hjá okkur starfa sérfræðingar á sviði lagna, raflagna, vélahönnunar, lýsingarhönnunar og smáspennukerfa. Hluti af raflagnahönnun er t.d. hönnun afldreifingar, lýsingar og smáspennukerfa. Raflagnahönnunin fer yfirleitt fram í þrívíddarkerfinu Revit þar sem megináhersla er lögð á að hanna og samræma raflagnir innbyrðis með öðrum lagnakerfum, s.s. vatnslögnum, úðurum (sprinkler), loftræsilögnum og fráveitu. Einnig geta sérfræðingar EFLU sinnt flestum þeim verkefnum sem tengjast lagningu ljósleiðara og ljósleiðarakerfum almennt. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að veita alhliða þjónustu jafnt í smáum sem stórum verkefnum.
Gæði og sjálfbærni
EFLA hefur áralanga reynslu af hönnun í umhverfi sem býður upp á skilvirkari hönnunarvinnu. Við notum Autocad Plant 3D hugbúnað sem gerir mögulegt að framleiða nákvæm þrívíddarmódel og kerfismyndir af lagnakerfum, tækjabúnaði, vinnupöllum og stálgrindum á hagkvæman hátt. Autocad Plant 3D hentar jafnt til gerðar smíðateikninga og fyrirkomulagsmódela til að sjá umfang verkefnis myndrænt. Við leggjum áherslu á vandaða vinnu og leggjum okkur fram um að veita einfaldar en faglegar lausnir í samráði við verkkaupa. Við vinnum og samræmum lagnir okkar í þrívídd. Við kappkostum að hanna lýsingu sem stenst kröfur um sjálfbærni, góða innivist og arkitektúr.
Meðal þjónustusviða eru:
- Hönnun lagnaleiða í Revit
- Hönnun rafmagnstaflna og kerfismynda
- Almenn raflögn
- Lýsingarhönnun
- Afláætlanir
- Smáspennukerfi
- Brunaviðvörunarkerfi
- Neyðarlýsing
- Gasslökkvikerfi
- Aðgangskortakerfi, innbrotaviðvörunarkerfi, hússtjórnarkerfi (stýringar fyrir loftræsingu og lagnir)
- Samræming með Revit og Glue
- Kostnaðaráætlanir á frumstigi og á öðrum stigum hönnunar
- Iðnaðarlagnahönnun
- Vélahönnun
- Kerfishönnun (e. Process Engineering) og gerð kerfismynda
- Gerð þrívíddarlíkana
- Einfölduð teikningagerð
- Hálfsjálfvirk vinnupallahönnun
- ATEX greinargerðir og áhættumat
- Ráðgjöf á sviði ljósleiðaramála
- Hönnun ljósleiðarakerfa
- Umsóknir til ríkisstofnanna og hagsmunaaðila
- Útboð og samningar við verktaka
Heildar hönnunarlausnir
EFLA býður viðskiptavinum heildarlausnir í hæsta gæðaflokki. Þverfagleg teymi okkar hafa fjölbreytta rafmagns- og vélaverkfræðiþekkingu sem er vel nýtt í hverju verkefni. Þetta tryggir nýstárlegar lausnir sem henta hverju verkefni. Með öflugri rafmagns- og vélahönnun frá starfsfólki EFLU draga fyrirtæki þvert á atvinnugreinar úr kostnaði og auka frammistöðu á sjálfbæran hátt.