Ál- og stóriðja
Starfsfólk EFLU hefur sérþekkingu í hönnun stjórnkerfa fyrir ál- og stóriðju. Þessi kerfi skipta sköpum í viðleitni til að finna besta jafnvægið milli öryggis, gæða og frammistöðu.
Iðnaðarþekking okkar
Náið samstarf við viðskiptavini frá upphafi er okkur mikilvægt þegar þróa á afkastamikil og örugg kerfi. Við greinum væntanleg stjórnkerfi strax í hönnunarferlinu til að tryggja að þau uppfylli markmið og kröfur viðskiptavina sem og strangar öryggiskröfur. Við leggjum metnað í að notendur kerfa okkar fái skjóta yfirsýn, sem eykur á ástandsvitund þeirra og er ætlað að koma í veg fyrir kostnaðarsamar tafir. Reynsla okkar af stórum stjórnkerfum veitir okkur þekkingu og sérstöðu sem við nýtum okkur hvarvetna. Sérfræðingar EFLU hafa komið að verkefnum innan stóriðju á öllum stigum þeirra, frá frumhönnun til gangsetninga og afhendinga.
Gæði og sjálfbærni
Sérfræðiteymi EFLU hefur víðtæka reynslu af vinnu við stór verkefni í ýmsum löndum og heimsálfum. Við erum sérfræðingar í ráðgjöf, hönnun, þjónustu og gangsetningu fyrir allar greinar stóriðju. Við höfum reynslu af margvíslegum og krefjandi aðstæðum. Við fylgjum stöðlum og gæðakerfum verkkaupa okkar í einu og öllu. Við fylgjum meginreglum um gæði, sjálfbærni og öryggi í öllu sem við gerum og höfum vottanir fyrir gæðastjórnun (ISO 9001), umhverfisstjórnun (ISO 14001) og vinnuverndarkerfi (ISO 45001).
Meðal þjónustusviða eru:
- Lausnamiðuð ráðgjöf
- Verkefnastjórnun
- Þarfagreining
- Tillögur að úrbótum
- Ráðgjöf vegna sjálfvirknivæðinga
- Ráðgjöf vegna CE merkinga
- Rafmagnshönnun
- Hönnun stjórn- og eftirlitskerfa
- Forritun PLC, SCADA og DCS kerfa
- Samþætting kerfa, tækja og búnaðar
- Uppsetning
- Gangsetning og afhending
- Þjálfun rekstrar- og þjónustufólks
Viðvarandi sérfræðiaðstoð
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar í ál- og stóriðnaði stjórnkerfi sem virka vel og örugglega. Eftir að kerfið hefur verið gangsett höldum við áfram stöðugum stuðningi við viðskiptavini. Við veitum áfram daglega tækniaðstoð og aðstoðum við viðhald og bilanaleit. Þessi nálgun lágmarkar kostnaðarsamar framleiðslustöðvanir og tryggir áframhaldandi endurbætur til að hámarka afköst.