Flugvél tekur á loft.

Umhverfisstjórnun fyrir Isavia

ÍslandSjálfbærni og umhverfi

EFLA vann náið með Isavia við umhverfisgreiningar á öllum starfsstöðvum og skilgreiningu á mikilvægum umhverfisþáttum sem er forsenda umhverfisstefnu ásamt markmiðum og aðgerðaráætlun. Umhverfisstefna var samþykkt og innleidd af Isavia.

Viðskiptavinur
  • ISAVIA
Verktími
  • Viðvarandi
Þjónustuþættir
  • Ráðgjafi við gerð umhverfisstefnu

Um hvað snýst verkefnið

Markmið verkefnisins er að setja fram heildstæða umhverfisstefnu fyrir Isavia og innleiða umhverfisstjórnun á öllum starfsstöðvar fyrirtækisins.

Ráðgjafar EFLU unnu náið með umhverfistengiliðum frá öllum starfsstöðvum Isavia. Tengiliðirnir mynduðu umhverfishóp Isavia og voru mjög virkir við framkvæmd umhverfisgreiningar og gerð umhverfisstefnu. Verkefnið fól m.a. í sér umhverfisúttekt og skilgreiningu mikilvægra umhverfisþátta á öllum starfsstöðvum Isavia.

Sett var fram umhverfisstefna sem birt er á vefsíðu Isavia og er fyrirtækið að vinna með virkum og skipulögðum hætti að ýmsum þáttum í samræmi við hana. Unnið er að kerfisgerð og innleiðingu.

Umhverfismál

Verkefnið fól í sér skilgreiningu mikilvægra umhverfisþátta á öllum starfsstöðvum Isavia. Sett var fram umhverfisstefna sem birt er á vef Isavia og hún innleidd í alla starfsemina.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi við gerð umhverfisstefnu
  • Ráðgjafi við innleiðingu umhverfisstjónunarkerfisins í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 14001
  • Sérfræðingar EFLU komu að fræðslu og þjálfun starfsmanna Isavia

Ávinningur verkefnis

Bætt frammistaða í umhverfismálum, betri nýting aðfanga og minni sóun.

Viltu vita meira?