Lýsingartækni fyrir vegi í Noregi
Hönnun veg- og gangstígalýsingar, lýsingar í undirgöngum og við göngubrú auks skrautlýsingar í hringtorgum og undirgöngum.
Um hvað snýst verkefnið
Verkið fólst í því að hanna veg-, göngu- og hjólreiðastígslýsingu á endurgerðum vegi gegnum þéttbýlissvæðið Harstad. Einnig var hönnuð skrautlýsing í undirgöng og á miðeyjum hringtorga. Öll lýsingin er hönnuð með LED lýsingu eftir norskum stöðlum.
Í undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur var hönnuð lýsing á bak við veggi klædda með trérimlum auk þess sem hannaðir voru innsteyptir og upplýstir hringir í loft ganganna.
Á göngubrú, sem byggð er yfir eitt hringtorganna, var hönnuð LED lýsing í handriðum á báðum hliðum brúarinnar. Allar tröppur við undirgöng og göngubrú eru hannaðar með snjóbræðslukerfi með rafhitastrengjum.
Í miðeyjum hringtorga var hönnuð LED skrautlýsing sem festist á misháa tréstaura.
Umhverfismál
Leitast var við að lýsingin félli vel að umhverfinu, væri orkusparandi og ylli sem minnstri ljósmengun á svæðinu.
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa
- Hönnun raf- og lýsingarkerfa
- Hönnun skrautlýsingar í undirgöngum og á hringtorgum
- Hönnun snjóbræðslukerfa með rafmagnsstrengjum