Lýsingarhönnun fyrir Ljósabrúna í Kópavogi
Brúin yfir Fífuhvammsveg liggur yfir eina umferðarþyngstu götu landsins og er mjög áberandi. EFLA sá um lýsingarhönnun brúarinnar.
Um hvað snýst verkefnið
Brúin er tenging á milli Smáratorgs og Smáralindar. Brúin var hönnuð árin 2005 og 2006. Í upphafi hönnunarinnar var ákveðið að gera meira úr lýsingunni en áður þekktist hérlendis. Auk hefðbundinnar umferðarlýsingar var ákveðið að útbúa sérstaka „skrautlýsingu“ með LED RGB tækni. Árið 2005 var LED lýsing byrjuð að ryðja sér til rúms og var því ákveðið að nýta RGB tækni þannig að breyta mætti litasamsetningum og útbúa mismunandi stemningu.
Lýsingarhönnun með skilaboðum
Hugmyndin var að hanna lýsingu sem gæti komið skilaboðum eða upplýsingum til vegfarenda. Sem dæmi þá er brúin böðuð bláu ljósi í marsmánuði í tilefni MottuMars og í október og nóvember er brúin bleik til að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini, brúin er rauð um jólin o.sfrv. Eftir hryðjuverkaárásirnar í Frakklandi 2016 var brúin böðuð í frönsku fánalitunum í minningu þeirra sem létust í árásunum.
Vegna kostnaðar var ákveðið á framkvæmdartímanum að bíða með þessa lýsingu en allar lagnir voru lagðar og úrtök gerð í steypu fyrir innfeldu lýsinguna. Það var svo ekki fyrr en á árinu 2015 að lýsingunni var komið upp og hún fullkláruð.
Lýsingarhönnun brúarinnar vann til Íslensku lýsingarverðlaunanna 2015.
Arkis arkitektar voru einnig þátttakendur í lýsingarhönnuninni.
Hlutverk EFLU
Tilraunir voru gerðar með ýmsa ljósgjafa á staðnum en að lokum var búnaður frá Osram valinn. LED RGBW ljósalengjum var komið fyrir í úrtökunum sem voru fyrir og RGBW kösturum komið fyrir við brúarloft. Öll lýsingin spilar saman og er stýrt með HELVAR DIGIDIM 930 DALI/DMX stjórneiningum.
Nokkrar lýsingarsenur eru fastar og tímastilltar en auðvelt er að bæta við og breyta senum.
Tæknimenn Kópavogs sjá um allar stillinga og rekstur.
- 1 / 5
- 2 / 5
- 3 / 5
- 4 / 5
- 5 / 5