Vöruflutningamiðstöð Samskipa.

Höfuðstöðvar og vörumiðstöð Samskipa

ReykjavíkByggingar

Samskip byggði nýjar höfuðstöðvar og vörumiðstöð á athafnasvæði fyrirtækisins við Sundahöfn í Reykjavík, alls um 27.629 m2. EFLA hafði heildarumsjón með verkefninu.

Viðskiptavinur
  • Samskip hf.
Verktími
  • 2002 - 2006
Þjónustuþættir
  • Kostnaðar- og tímaáætlanir
  • Umferðarskipulag
  • Útboðsgögn og samningar
  • Þarfagreining

Um hvað snýst verkefnið

Hlutverk EFLU var margþætt í þessu verki sem var boðið út í lokuðu alútboði. EFLA sá um gerð þarfagreiningar og alútboðsgagna ásamt RTS og Lagnatækni.

EFLA sá um vörustjórnunarhluta (logistic) hússins sem var krefjandi verkefni þar sem starfsemi hússins er margbrotin og tengist bæði hafnarsvæðinu, sem það stendur á, og atvinnulífinu í landi.

EFLA hafði einnig með höndum umferðarskipulag á svæðinu en þar er um mjög marga mismunandi umferðarstrauma með misjafnar þarfir að ræða á tiltölulega litlu svæði. Þessar breytingar höfðu áhrif á deiliskipulag svæðisins.

Í gerð alútboðsgagnanna fólst einnig þarfagreining og skilgreining á lágmarkskröfum s.s. til burðarvirkis, klæðningar og annarra þátta, en þar að auki gerði EFLA ásamt samstarfsfyrirtækjunum kostnaðaráætlun fyrir verkið.

EFLA sá um hönnunarstýringu f.h. verkkaupa á hönnunar- og framkvæmdatíma.

Hlutverk EFLU

  • Heildarumsjón með verkefni
  • Hönnunarstýring
  • Þarfagreining
  • Útboðsgögn
  • Logistic (vörustjórnun) hússins
  • Umferðarskipulag
  • Kostnaðaráætlun

Viltu vita meira?