Rauð snúningshandföng.

Heilsuprótein á Sauðárkróki

SauðárkrókurIðnaður

EFLA vann spennandi verkefni með Heilsupróteini ehf. Viðfangsefnið er smíði nýrrar verksmiðju á Sauðárkróki sem vinna mun próteinduft úr mysu sem fellur til við framleiðslu osta á Sauðárkróki og Akureyri.

Viðskiptavinur
  • Heilsuprótein ehf.
Verktími
  • 2016 - 2017
Þjónustuþættir
  • CE merkingar
  • Iðnstýringar
  • Raflagnahönnun
  • Skjákerfi

Um hvað snýst verkefnið

EFLA, í samstarfi við forsvarsmenn Heilsupróteins, hafði yfirumsjón með verkefninu og mun fylgja því allt að gangsetningu verksmiðjunnar.

Framleiðsluferlið er hefðbundið og eru helstu einingar verksmiðjunnar: gerilsneyðing, UF sía, 400 bara dæla og láréttur þurrkari. Þurrkarinn er knúinn með heitu vatni, gufu og rafmagni. Orkugjafinn, sem er heitt vatn og gufa, er hannaður hjá EFLU í samstarfi við bandarísku fyrirtækin Customs Fabrication and Repair og Complete Filtration Resources. Þess má geta að EFLA hannaði svipaðan orkugjafa fyrir Mjólkursamsöluna á Selfossi þar sem undanrenna er þurrkuð.

Starfsmenn EFLU hafa m.a. hannað gufu- og vinnslulagnir, spennustöð, móttöku fyrir mysuþykkni, auk allrar kerfishönnunar og forritunar. Þá mun EFLA sjá um CE merkingu búnaðarins.

Framleiðsla í nýju verksmiðjunni hófst um mitt ár 2017.

Umhverfismál

Einn mikilvægasti þáttur verkefnisins er ábyrg nálgun við umhverfið á svæðinu. Til þessa hefur mysunni verið fargað og er því verið að sporna gegn sóun matvæla, minnka umhverfismengun og ná fram aukinni verðmætasköpun.

Hlutverk EFLU

EFLA sér um alla samhæfingu verkefnisins og sér að auki um:

  • Iðntölvuforritun búnaðarins og stoðbúnaðar í núverandi verksmiðju
  • CE merkingar og samræmingar við tilskipanir Evrópusambandsins
  • Samskipti við birgja og vélaframleiðendur

EFLA hefur unnið í nánu samstarfi við Tengil ehf á Sauðárkrók en Tengill sér um hönnun og útboð raflagna og stjórn- og stýriskápa.

Ávinningur verkefnis

Verkefnið spornar við sóun matvæla, minnkar umhverfismengun og eykur verðmætasköpun.

Viltu vita meira?