Þriggja hæða bygging með bíla á bílastæði fyrir framan.

BREEAM vottun á sjúkrahóteli nýs Landspítala

ReykjavíkSjálfbærni og umhverfi

EFLA var hluti af Spital hópnum sem sá um skipulagsgerð og forhönnun nýs sjúkrahótels Landspítalans við Hringbraut.

Viðskiptavinur
  • Nýr Landspítali ehf.
Verktími
  • 2014 - 2018
Þjónustuþættir
  • Vistvæn hönnun bygginga og innviða
  • BREEAM vottanir

Um hvað snýst verkefnið

Hönnun hússins hefur verið vottuð samkvæmt alþjóðlega BREEAM umhverfisvottunarstaðlinum og hlaut húsið hæsta skor sem gefið hefur verið húsi hér á landi hingað til.

EFLA sinnti hlutverki viðurkennds matsmanns fyrir umhverfisvottun súkrahótelsins. Sömuleiðis sá EFLA um að veita hönnuðum ráðleggingar varðandi vistvæna hönnun byggingarinnar og framsetningu gagna.

Ráðgjöf um vistvæna hönnun snýst m.a. um eftirfarandi þætti:

  • Umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Góða innivist sem tekur m.a. til hljóðvistar, inniloftgæða og lýsingar
  • Góða orkunýtni og vatnssparnað
  • Val á umhverfisvænum byggingarefnum
  • Úrgangsstjórnun á byggingar- og rekstrartíma
  • Viðhaldi vistfræðilegra gæða nánasta umhverfis
  • Lágmörkun ýmis konar mengunar frá byggingu t.d. varðandi frárennsli og ljósmengun

Hlutverk matsmanns er að sjá um öll samskipti við erlendan vottunaraðila, umsóknarferli vegna kröfuramma, leiðbeina hönnuðum og eiganda byggingar um kröfur BREEAM. Þá sér matsmaður um að yfirfara gögn sem snúa að kröfum BREEAM til að sjá hvort þau uppfylli viðmiðin.

Matsmaður EFLU skilaði skýrslu til vottunaraðila (BRE) með rökstuðningi fyrir einkunn fyrir vistvottun sjúkrahótelsins.

Umhverfismál

Sjúkrahótelið hlaut einkunnina "Excellent" með 81% skor fyrir hönnunarvottun sem er hæsta einkunn sem íslensk bygging hefur hlotið í BREEAM vottun. Til stendur að fá einnig vottun fyrir fullbúna byggingu.

Vistvottunin nær til hönnunar byggingarinnar þar sem horft er til þátta sem draga úr umhverfisáhrifum byggingarinnar yfir allt vistferli hennar þ.e. frá vali á byggingarefnum, umhverfisáhrifum á byggingartíma og rekstrartíma og að lokum möguleg umhverfisáhrif við förgun hennar.

Hlutverk EFLU

  • Viðurkenndur matsmaður við BREEAM vottun sjúkrahótelsins
  • Verkfræðileg hönnun gatna
  • Landslagshönnun lóðar
  • Skipulagsgerð og forhönnun byggingar í samstarfi við Spital hópinn

Ávinningur verkefnis

Há einkunn í vistvottun er staðfesting á góðum árangri. Vistvæn hönnun skv. BREEAM leiðir til samþættari og betri hönnunar. Umhverfisáhrif byggingar verða minni og innivist að sama skapi betri heldur en þegar ekki er hugað að þeim þáttum sem gerðar eru kröfur um í BREEAM vottun. Erlendar rannsóknar hafa sýnt fram á slík rök, en enn sem komið er eru ekki til íslenskar rannsóknir.

Viltu vita meira?