Hálendis með malarvegum og á.

Aðalskipulag í Hrunamannahreppi

HrunamannahreppurSamgöngur og innviðir

Hrunamannahreppur vann nýtt aðalskipulag sem markar stefnu um langnotkun og uppbyggingu í sveitarfélaginu til 2032. EFLA var ráðgjafi í verkefninu og sá um gerð tillögu, úrvinnslu og framsetningu.

Viðskiptavinur
  • Hrunamannahreppur
Verktími
  • 2014 - 2018
Þjónustuþættir
  • Aðalskipulag
  • Ferðamannastaðir
  • Kort og kortagrunnar
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Skipulagsmál
  • Úrgangur og endurvinnsla
  • Vatnsveitur
  • Vegir og götur

Um hvað snýst verkefnið

Við endurskoðun aðalskipulagsins var haft til hliðsjónar að styrkja Hrunamannahrepp sem ákjósanlegt svæði til búsetu og atvinnuuppbyggingar, sem viðkomustað ferðamanna og almennt til orlofsdvalar. Jafnframt var reynt að stuðla að skynsamlegri landnotkun til framtíðar.

Skipulagið skal stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.

Helstu atriði úr aðalskipulaginu

  • Ferðaþjónusta styrkist og eflist. Möguleiki á frekari uppbyggingu á hálendinu og gert ráð fyrir nýjum svæðum í byggð
  • Ekki er gert ráð fyrir íbúðarsvæðum í dreifbýli en heimilt að byggja íbúðarhús í tengslum við þá byggð sem fyrir er
  • Landbúnaðarlandi verði ráðstafað með þeim hætti að það nýtist til ræktunar til lengri tíma litið
  • Heimilaðar eru ýmsar stakar framkvæmdir s.s. íbúðar- og frístundahús á landbúnaðarsvæðum. Virkjanir, vindrafstöðvar og örvirkjanir að ákveðinni stærð eru jafnframt heimilaðar
  • Unnið verður að uppbyggingu helstu vega á Hrunamannaafrétti.
  • Gönguleiðir verði lagfærðar og lagðar markvisst í tengslum við áhugaverð svæði og með tengingu við helstu þjónustustaði
  • Áhersla er á áframhaldandi nýtingu jarðhita til að styrkja atvinnulíf og bæta lífsgæði
  • Unnið verður að lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið

Aðalskipulagið var staðfest með auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda í janúar 2018.

Umhverfismál

Markmið með gerð aðalskipulags er skv. 1. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að stuðla að "skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi".

Aðalskipulagið var unnið skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í vinnunni var leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og að taka tillit til umhverfissjónarmiða. Þetta var gert með því að meta líkleg áhrif þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Ef talið var að áhrif yrðu neikvæð var leitast við að breyta útfærslunni og draga úr áhrifum.

Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi verkkaupa við endurskoðun aðalskipulagsins
  • Umsjón með tillögugerð ásamt vinnuhópi Hrunamannahrepps
  • Úrvinnsla og framsetning aðalskipulagsins
  • Mat á líklegum áhrifum þeirra framkvæmda sem talið var að gætu haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Unnið með vinnuhópi Hrunamannahrepps

Ávinningur verkefnis

Stefna í Aðalskipulagi Hrunamannahrepps er lögð til grundvallar við gerð deiliskipulags, framkvæmdaáætlana og við ákvarðanatöku í sveitarfélaginu. Aðalskipulag tilgreinir stefnu sveitarstjórnar varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, umhverfismál og samgöngu- og þjónustukerfi sveitarfélagsins.

Viltu vita meira?