Starfsstöðvar

Höfuðstöðvar EFLU eru að Lynghálsi 4 í Reykjavík en auk þess hefur fyrirtækið starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum á Íslandi.

Bygging við á.

Suðurland

EFLA á Suðurlandi býður upp á alhliða verkfræðiráðgjöf. Starfsstöðvarnar eru á Selfossi og Hellu og meðal verkefna á svæðinu eru ráðgjöf við byggingaframkvæmdir, lagnahönnun og verkefnastjórnun. Ennfremur er teymi skipulagsmála og þéttbýlistækni sterkt á svæðinu og sinna verkefnum tengdum aðal- og deiliskipulagi, landskiptum, og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda (MÁU).

Landmælingar, kortagerð og útsetning á landi hefur verið eitt af sérsviðum EFLU á Suðurlandi frá upphafi og býr stofan yfir afburða tækjabúnaði fyrir slík mælingaverkefni.

Skrifstofubygging.

Austurland

Starfsstöðvar EFLU á Austurlandi er á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Starfsfólk er alls 22 talsins. Starfsstöðvar EFLU hafa verið starfræktar á Austurlandi allt frá stofnun EFLU 2008.

Sérstaða sérfræðinga EFLU á Austurlandi er:

  • alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni
  • byggingarverkfræði
  • rafmagnsverkfræði
  • vélaverkfræði
  • verkefni eru tengd sjávarútvegi, fiskeldi, áliðnaði og öðrum iðnaði
  • þjónusta við sveitarfélög og orkufyrirtæki
  • raflagnahönnun
  • stýring fyrir veitustofnanir og iðnfyrirtæki
  • eftirlit og ráðgjöf í virkjunum og tengivirkjum, öllum tegundum af húsbyggingum
  • þjónusta við sveitarfélög og veitustofnanir á sviði veitna og gatnagerðar
  • byggingareftirlit
  • skipulagsmál
  • ofanflóðavarnir
Skrifstofubygging.

Norðurland

EFLA á Norðurlandi er staðsett á Akureyri og veitir alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni. Meðal verkefna á svæðinu eru framkvæmdir tengdar byggingum, hitaveitum, vatnsveitum, fráveitum, gatna- og vegagerð, smávirkjunum, umhverfismálum og skipulagsmálum.

Þá eru einnig unnin margvísleg verkefni tengd stjórnkerfum fyrir iðnfyrirtæki, veitur og virkjanir auk hönnunar raflagna, lýsingar- og tæknikerfa í byggingar og önnur mannvirki.

Ísafjörður úr lofti.

Vestfirðir

Starfsstöð EFLU á Vestfjörðum er á Ísafirði. Starfsfólk er alls átta talsins. Starfsstöðin hefur verið starfrækt síðan árið 2021.

Sérstaða sérfræðinga EFLU á Vestfjörðum er:

  • ráðgjöf á sviði verkfræði og tæknifræði á svæðinu
  • umhverfismál
  • skipulagsmál
  • orkumál
  • aðaluppdrættir vegna mannvirkjagerðar
  • kostnaðaráætlanir
  • ástandsskoðanir
  • GPS mælingar
  • útsetningar fyrir lóðir, vegi, hafnir og mannvirki
  • gerð eignaskiptasamninga og útboðsgagna
Skrifstofubygging.

Vesturland

Starfsstöð EFLU á Vesturlandi er á Hvanneyri, Grundarfirði og Akranesi. Starfsfólk er alls fimm talsins. Starfsstöðin hefur verið starfrækt síðan árið 2019.

Sérstaða sérfræðinga EFLU á Vesturlandi er:

  • verkfræði- og ráðgjafarþjónusta
  • þjónustu í framkvæmdum og byggingum
  • skipulagsmál
  • landmælingar
  • kortagerð