Sumarstörf hjá EFLU

EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum nemum í sumarstörf fyrir sumarið 2025.

Kona.
Starfsfólk EFLU.

Leitar þú af afbragðs starfsumhverfi og áhugaverðum starfsvettvangi næsta sumar?

Teymishugsun út í gegn

Starfsfólk EFLU starfar í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Við sækjumst því eftir að fá kraftmikið og metnaðarfullt sumarstarfsfólk sem er tilbúið að takast á við ný tækifæri og axla ábyrgð í verkefnum.

Hjá EFLU er unnið í fagteymum af ýmsum stærðum og gerðum. Í teymum EFLU eru ekki undirmenn og yfirmenn heldur einkennast þau af lifandi verkaskiptingu einstaklinga með ólíkan bakgrunn, styrkleika og starfsaldur. Þannig fá allir meðlimir teymisins tækifæri til að taka ábyrgð, skiptast á skoðunum og þróast áfram í ólíkum hlutverkum innan teyma. Sumarstarfsfólk er ráðið inn í teymi og fær reynslu af því að vinna í samstilltum hópi einstaklinga sem vinna að sameiginlegum markmiðum og veita hver öðrum stuðning og endurgjöf.

Byggingar

Byggingarsvið EFLU leggur áherslu á að bjóða upp á verkfræðiráðgjöf sem stendur fyrir gæði, framþróun, sjálfbærni og endingu.

Iðnaður

Iðnaðarsvið EFLU er fararbroddi þróunar í iðnaði og sjávarútvegi. Starfsfólk sviðsins hefur víðtæka þekkingu og er í stakk búið til að lyfta fyrirtækjum til nýrra hæða

Orka

Endurnýjanleg orka er framtíðin. EFLA hefur reynslu af umfangsmiklum orkuverkefnum og er markmiðið alltaf að lausnir séu nýstárlegar, áeiðanlegar, hagkvæmar og umhverfisvænar.

Samfélag

EFLA er leiðandi í þróun ábyrga lausna sem bæta samfélagið út frá umhverfislegum, félagslegum og hagrænum sjónarmiðum.

Störf óháð staðsetningu

Höfuðstöðvar EFLU eru á Lynghálsi 4 í Reykjavík en auk þess hefur fyrirtækið starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum á Íslandi. Við bjóðum upp á störf óháð staðsetningu til að starfsfólk geti unnið í heimabyggð og tilheyrt öflugum teymum um allt land.

EFLA hefur nú starfandi dótturfélög í sex löndum eða í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Skotlandi, Póllandi og nú í haust var EFLA Aps. stofnað í Danmörku.

EFLA vill bjóða íslensku námsfólki í Danmörku og Svíþjóð upp á þann möguleika að starfa hjá fyrirtækinu þótt það kjósi að búa áfram erlendis að námi loknu. Það getur því unnið áfram hjá sama fyrirtæki kjósi það að flytja síðar aftur til Íslands.

Sumarstarfsfólk EFLU 2024

  • Heildarfjöldi
  • Reykjavík
  • Landsbyggðin
A picture of a young woman in a group of people

Ég vann í skipulagsteyminu á samfélagssviði EFLU og vann aðallega í tveimur rannsóknarverkefnum ásamt minni verkefnum, teiknivinnu og fleira. Það var mjög skemmtilegt að geta unnað að margvíslegum og ólíkum verkefnum. Starfsfólkið tók mér mjög vel og mér fannst ég strax vera velkomin fyrstu vikuna mína. Upplifunin af vinnustaðnum var alveg frábær! Það er hlýlegt og gott umhverfi hérna á Lynghálsinum og andrúmsloftið innan skrifstofunnar er mjög jákvætt.

Hanna Sóley Guðmundsdóttir
  • B.S. nemi í Umhverfis- og byggingarverkfræði

Öflugt félagslíf

Starfsfólk heldur uppi virku og fjölbreyttu félagslífi 

Tvær konur brosandi með glitrandi bakgrunn
Kona og maður í golfbíl
Fólk í kaffi brosandi
Maður í stuði
Fólk að sitja og hlusta
Young people

Hefur þú áhuga á að starfa hjá EFLU?

Sendu okkur ferilskrá.