Matarspor

Matarvefjur á brauðbretti, tómatar og rucola

Matarspor er þjónustuvefur fyrir mötuneyti, matsölustaði og matvöruverslanir.

Þar má reikna má út og bera saman kolefnisspor og næringargildi mismunandi máltíða, rétta og vara. Kolefnisspor máltíðanna er sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn gróðurhúsalofttegunda.

Næringagildi og kolefnisspor máltíða

Ein mesta ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag er hnattræn hlýnun vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Íslenskur landbúnaður veldur 13% losunar í kolefnisbókhaldi Íslands og er þá ótalin losun vegna framleiðslu matvæla erlendis og innflutnings þeirra. Því er mikilvægt að miðla upplýsingum um áhrif matvæla á loftslagið svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.

Samhliða þessari þróun, hefur tíðni lífstílssjúkdóma farið sívaxandi sem má meðal annars rekja til óhollustu í mataræði. Þar af leiðandi, auk kolefnisspors máltíða og rétta, eru einnig settar fram upplýsingar um næringargildi þeirra.

Neðar á síðu má sjá algengar spurningar og svör um útreikninga.

Reiknir fyrir kolefnisspor og næringargildi máltíða

Kolefnisspor er mælikvarði á beina og óbeina losun gróðurhúsa­lofttegunda vegna athafna mannsins. Matarspor er reiknir sem veitir upplýsingar um kolefnisspor og næringargildi máltíða. Matarspor virkar þannig að skráðar eru uppskriftir ólíkra máltíða og hugbúnaðurinn stillir þá upp samanburði á bæði kolefnisspori og næringargildi máltíðanna. Í Matarspori er hægt að setja inn upplýsingar um innflutning ef um er að ræða erlend matvæli. Kolefnissporið er síðan sett í samhengi við það hversu langt þyrfti að aka fólksbíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum.

EFLA vinnur nú að útreikningum á kolefnisspori íslenskra matvæla í samstarfi við Matís og Háskóla Íslands í samráði við helstu hagsmunaaðila sem starfa í matvælaiðnaðinum á Íslandi. Slíkt samstarf tryggir gæði gagnanna, að aflað sé gagna sem endurspegla vistferil matvælanna hér á landi og að greiningarnar séu unnar með samræmdum aðferðum. Gagnagrunnur Matarsporsins er því í stöðugri þróun og útreikningarnir verða sífellt nákvæmari fyrir íslenskan markað.

Upplýst ákvörðun um eigin neyslu

Til þess að sigrast á loftslagsvánni þarf að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir. Matarspor er verkfæri sem birtir kolefnisspor máltíða með myndrænum hætti sem og næringargildi þeirra. Upplýsingarnar auðvelda þannig notendum að taka upplýsta ákvörðun um eigin neyslu og stuðlar að vitundarvakningu um matarsóun og nýtingu matarafurða. Matarspor er því vel til þess fallið að auka umhverfis- og heilbrigðisvitund notenda og einnig til að þróa loftslagsvænni máltíðir.

Matarspor setur fram:

  • Útreikning á kolefnisspori og næringargildi máltíða í mötuneytum og matsölustöðum
  • Samanburð á kolefnisspori allt að 5 mismunandi máltíða með myndrænum hætti
  • Helstu ofnæmisvalda máltíða
  • Kolefnisspor máltíða sett í samhengi við útblástur fólksbíls
  • Kolefnisspor sem byggir á fleiri en 500 matvælum og er gagnagrunnurinn reglulega uppfærður og fer stækkandi

Ávinningur með notkun Matarspors

  • Veitir aukna umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina
  • Er öflugt tól til að meta og draga úr losun fyrirtækis vegna matar og matarsóunar
  • Er verkfæri til að þróa loftslagsvænni máltíðir og mataræði
Verðskrá Matarspors

Algengar spurningar og svör um útreikninga í Matarspori