Landupplýsingatækni og stafræn kortagerð

Stafræn kortagerð og landupplýsingatækni (GeoIT) bjóða upp á ótal möguleika og lausnir. EFLA veitir alhliða GeoIT-þjónustu og þróar hnitmiðaðar lausnir fyrir ólíkar þarfir viðskiptavina.

Hverasvæði séð úr lofti.

Landupplýsingar

EFLA veitir margvíslega ráðgjöf á sviði landupplýsinga og uppbyggingu kortagrunna sem unnir eru með nýjustu tækni. Góð framsetning gagna styður ákvörðunartöku í sambandi við t.d. umhverfisvernd, áhættuvarnir, skipulag og uppbyggingu svæða, upplýsingamiðlun og hagræðingu vinnsluferla. Þær stuðla að því að takast á við flóknar áskoranir nútímans með því að greina mynstur, tengja upplýsingar og draga fram samhengi, t.d. í formi staðfræði- og þemakorta og tvívíddar- og þrívíddargreininga.

Fagleg vinnubrögð

Styrkur okkar liggur í hæfninni til að skipuleggja, þróa, reka og þróa áfram sérsniðnar, hagkvæmar og vel samþættar GeoIT-lausnir. Kröfur og þarfir viðskiptavina skipta okkur mestu máli, þess vegna býður nálgun okkar á verkefnum heildrænar þjónustuaðferðir sem skapa sérsniðnar og sjálfbærar lausnir.

Starfsfólk EFLU hefur yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu á öllum hliðum landfræðilegrar gagnasöfnunar og -vinnslu, gagnahýsingar og -miðlunar. Heildstæða lausnin fyrir landupplýsingagögn – Gagnaland - sem sérfræðingar EFLU hafa þróað, gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreytta framsetningu gagna sem hægt er að aðlaga eftir þörfum hverju sinni. Gagnaland býður upp á hýsingu og miðlun landupplýsinga fyrir sveitarfélög, stofnanir og einkaaðila.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Stafrænt skipulag
  • Fjölþætt gagnagreining eins og t. d. yfirborðs- og rúmmálsbreytingar, útreikninga á vatnasviði, ofanflóðalíkön, talningar
  • Þemakortagerð byggð á gagnagreiningu
  • Hönnun kortavefsjáa
  • Uppbygging, viðhald og stjórnun gagnagrunna
  • Stöðlun gagna skv. reglum og fitjuskrám
  • Varðveisla og gæðaeftirlit gagna
  • Gagnamiðlun