Land- og myndmælingar
EFLA býður upp á fjölbreytta nútímalega landmælingaþjónustu og framkvæmir alstöðvar, GPS, dróna og 3D skanna til mælingar.

Alstöðvarmælingar
Alstöðvarmælingar eru gerða þar sem þar sem nákvæmi mælingar er aðal atriði (mm).
- Innmælingar á byggingum.
- Vöktun.
- Staðsetning á byggingum og tækjum.
- Myndir.

GPS mælingar
GPS mælingar þar sem henta vel til mælinga á þar sem svæið er stórt og nákvæmi er ekki aðalatriðið.
- Landamerkja mælingar
- Mælingar fyrir hönnun.
- Staðsetningar á byggingum og landamerkjum.

Þrívíddarskönnun
Þrívíddarskönnun er nákvæmismæling þar sem smáatriðin eru innmæld.
- Þrívíddarskönnun fyrir hönnun.
- Þrívíddarskönnun fyrir uppfærslu teikninga.
- Þrívíddarskönnun fyrir sýndarveruleika.

Drónamælingar
Drónamælingartækni okkar er stöðugt uppfærð til að tryggja fullkomnustu drónamælingar á Íslandi. Þessi tækni gerir okkur kleift að mæla svæði á km2 mælikvarða með sm nákvæmni. Við bjóðum upp á klassískar myndmælingar, lidarmælingar, hítamyndir, og fjölsviðsmyndir.
- Myndmælingar eru bestar til að búa til mósaíkloftmyndir, hæðarlíkön og þrívíddarlíkön.
- Lidar skannar yfirborð jarðar með laserpúlsum til að búa til punktský og nákvæm hæðarlíkön. Stóri kosturinn við lidar er að hann smýgur inn í gróðurinn og gerir því mögulegt að framleiða hæðargögn yfir jörðu fyrir neðan. Lidar er einnig gagnlegt við skoðun á raflínum og öðrum mannvirkjum.
- Með hitamyndavélum getum við búið til mósaíkmyndir af yfirborðshita. Þetta er hægt að nota til að staðsetja leka, einangrunarvandamál, jarðhitavirkni og fleira.
- Fjölsviðsmyndir eru notad til að greina á milli mismunandi gróðurtegunda og fylgjast með heilbrigði og þróun plantna.
- Öll drónagögn okkar eru leiðrétt með GPS mælingum.
- Sé þess óskað getum við framleitt hvers kyns vector- og surfaceskrár (t.d. hæðarlínur, Land/XML, dxf) fyrir CAD og GIS hugbúnað. Ennfremur er hægt að framleiða háupplausnar þrívíddarlíkön af könnunarsvæðum.
