Land- og myndmælingar

EFLA býður upp á fjölbreytta nútímalega landmælingaþjónustu og framkvæmir alstöðvar, GPS, dróna og 3D skanna til mælingar.

Hverasvæði séð úr lofti.

Alstöðvarmælingar

Alstöðvarmælingar eru gerða þar sem þar sem nákvæmi mælingar er aðal atriði (mm).

  • Innmælingar á byggingum.
  • Vöktun.
  • Staðsetning á byggingum og tækjum.
  • Myndir.
Alstöðvarmæling við hafið.

GPS mælingar

GPS mælingar þar sem henta vel til mælinga á þar sem svæið er stórt og nákvæmi er ekki aðalatriðið.

  • Landamerkja mælingar
  • Mælingar fyrir hönnun.
  • Staðsetningar á byggingum og landamerkjum.
Kort með merkingum.

Þrívíddarskönnun

Þrívíddarskönnun er nákvæmismæling þar sem smáatriðin eru innmæld.

  • Þrívíddarskönnun fyrir hönnun.
  • Þrívíddarskönnun fyrir uppfærslu teikninga.
  • Þrívíddarskönnun fyrir sýndarveruleika.
Þrívíddarskanni við virkjun.

Drónamælingar

Drónamælingartækni okkar er stöðugt uppfærð til að tryggja fullkomnustu drónamælingar á Íslandi. Þessi tækni gerir okkur kleift að mæla svæði á km2 mælikvarða með sm nákvæmni. Við bjóðum upp á klassískar myndmælingar, lidarmælingar, hítamyndir, og fjölsviðsmyndir.

  • Myndmælingar eru bestar til að búa til mósaíkloftmyndir, hæðarlíkön og þrívíddarlíkön.
  • Lidar skannar yfirborð jarðar með laserpúlsum til að búa til punktský og nákvæm hæðarlíkön. Stóri kosturinn við lidar er að hann smýgur inn í gróðurinn og gerir því mögulegt að framleiða hæðargögn yfir jörðu fyrir neðan. Lidar er einnig gagnlegt við skoðun á raflínum og öðrum mannvirkjum.
  • Með hitamyndavélum getum við búið til mósaíkmyndir af yfirborðshita. Þetta er hægt að nota til að staðsetja leka, einangrunarvandamál, jarðhitavirkni og fleira.
  • Fjölsviðsmyndir eru notad til að greina á milli mismunandi gróðurtegunda og fylgjast með heilbrigði og þróun plantna.
  • Öll drónagögn okkar eru leiðrétt með GPS mælingum.
  • Sé þess óskað getum við framleitt hvers kyns vector- og surfaceskrár (t.d. hæðarlínur, Land/XML, dxf) fyrir CAD og GIS hugbúnað. Ennfremur er hægt að framleiða háupplausnar þrívíddarlíkön af könnunarsvæðum.
Loftmynd af Grindavík tekin með dróna.