Gagnaland
Gagnaland er heildstæður og opinn gagnagrunnur sem heldur utan um landupplýsingagögn fyrir sveitarfélög, stofnanir og einkaaðila.
Hvað er Gagnaland?
Gögn sem tengja saman staðsetningu og upplýsingar eru kölluð landupplýsingar. Landupplýsingar eru mikilvægar til að styðja stefnumótun og starfsemi stjórnvalda á ýmsum sviðum s.s. við eignaskráningu, skipulagsmál, vöktun náttúruvár, orkumál, náttúruvernd, rannsóknir og opinberar framkvæmdir.
Gagnaland er lausn hönnuð af starfsfólki EFLU fyrir landupplýsingagögn. Gögnin eru hýst í miðlægum og aðgangsstýrðum gagnagrunni og eru þaðan miðluð til almennings, verktaka, þjónustuaðila og starfsmanna, t. d. í gegnum kortavefsjá, WFS/WM(T)S þjónustur eða á því formi sem óskað er eftir. Staðlað gagnasnið eykur verðmæti þeirra, þar sem hægt er að tengja þau saman við önnur gögn og gefa þeim þar með aukin gildi. Regluleg afritun og gæðaprófun gagna tryggja gæði og öryggi þeirra.
Hér má sjá dæmi um kortavefsjá sem byggist á Gagnalandi og sýnir kosti þess að hýsa allar landupplýsingar á einum stað. Í gegnum Gagnaland geta sveitarfélög miðlað til allra aðila mikilvægum upplýsingum um skipulag og framkvæmdir, sýnt legu veitulagna, merkt lausar lóðir til úthlutunar, birt mæliblöð og teikningar af húsum, sýnt þjónustu til íbúa eins og snjómokstur, sorphirðu og margt fleira.
Gagnaland hentar einnig einkaaðilum og fyrirtækjum til gagnahýsingar, -varðveislu og -miðlunar innan fyrirtækisins. Í gegnum Gagnaland er hægt að miðla gögnum til þriðja aðila, t.d. Vefsjá Sveitarfélagsins Ölfus og til allra þeirra sem þurfa á gögnunum að halda.
Nánari upplýsingar
Gagnaland hentar þeim sem kjósa örugga varðveislu gagna sinna. Sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir eru áskrifendur Gagnalands og nýta sér hina ýmsu möguleika sem Gagnaland hefur upp á að bjóða - sér til hagræðingar.
Gagnaland gerir viðskiptavinum kleift að miðla upplýsingum á einfaldan og gagnvirkan hátt í gegnum vefinn og spara sér þannig ófá símtöl og vinnu við að dreifa gögnum handvirkt. Með Gagnalandi er stuðlað að auknu aðgengi almennings og þjónustuaðila að viðeigandi upplýsingum og gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækisins og einkaaðila. Með notendastýrðum aðgangi og miðlægri vistun gagna er einnig stuðlað að betra utanumhaldi gagna og auknu aðgengi starfsmanna að mikilvægum upplýsingum.
Gagnaland er að hluta sérsniðið að hverjum notanda þar sem óskir og þarfir þeirra fyrir vistun og miðlun landupplýsinga eru ekki alltaf þær sömu. Kostnaður við innleiðingu og notkun á Gagnalandi er í samræmi við umfang innleiðingar og snýr einna helst að birtingu á gögnum, eðli upplýsinga og virkni sem hver viðskiptavinur óskar eftir.
Ertu með fyrirspurn?
Hægt er að velja á milli mismunandi áskriftaleiða, vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir með því að smella á Hafa samband.