Vinnustofa þróunaráætlunar fyrir Hringrásargarð

25.03.2025

Fréttir
Fólk við borð að ræða málin.

EFLA, í samvinnu við Nordic Office of Architecture, vinnur að þróunaráætlun og rammaskipulagi fyrir Hringrásargarð á Álfsnesi. Í liðinni viku var haldin vinnustofa í höfuðstöðvum EFLU í Reykjavík vegna verkefnisins.

Kortleggja möguleg viðskiptatækifæri

Verkefnið felur í sér að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir svæðið með áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Hluti af þessu ferli var að halda vinnustofu með hagaðilum til að kortleggja möguleg viðskiptatækifæri sem styðja við þróun svæðisins og rýna í mismunandi sviðsmyndir fyrir garðinn sem byggja á þeim tækifærum.

Með Hringrásargarðinum á Álfsnesi er lögð áhersla á að skapa ný tækifæri fyrir samfélagið, bæta samstarf og stuðla að grænni framtíð. EFLA mun áfram vinna að því að innleiða lausnir sem styrkja sjálfbæra þróun og stuðla að því að Ísland verði í fararbroddi í nýtingu auðlinda á ábyrgan hátt.

EFLA hefur mikla reynslu af verkefnum sem tengjast skipulagi, auðlindanýtingu og þróun viðskiptatækifæra sem byggja á hringrásarhugsun. Með fjölbreyttum verkefnum og víðtækri þekkingu á sviði umhverfis- og skipulagsmála hefur EFLA lagt sitt af mörkum til að styðja við sjálfbæra nýtingu auðlinda og nýsköpun í hringrásarþróun.