Verkhönnun nýrrar brúar í Noregi

10.12.2020

Fréttir
A group of people, some wearing high visibility orange jacket, standing in a snow with a mountain background

Ný brú yfir Ula ána á E6 í Selsverket. Aðilar frá Statens vegvesen, aðalverktakanum Stian Branden Maskinservice ásamt bæjarstjóra í Sel kommune við opnun brúarinnar nú í desember. Mynd: Eli Ramstad, Statens vegvesen

Ný brú á E6 veginum við bæinn Selsverket, u.þ.b. miðja vegu milli Osló og Þrándheims var opnuð formlega nú í desember. EFLA sá um verkhönnun brúarinnar fyrir norsku vegagerðina Statens vegvesen.

Verkhönnun nýrrar brúar í Noregi

Brúin er 42 m löng og 15 m breið og tekur við af eldri brú sem uppfyllti ekki lengur kröfur um burðarþol og umferðaröryggi á þessari helstu umferðaræð fyrir bílaumferð milli Osló og Þrándheims. Brúin er mun breiðari en sú gamla og er byggð með 3,5 m breiðum göngu- og hjólastíg yfir brúna ásamt því að nýr göngu- og hjólastígur var lagður undir brúna að norðanverðu.

Helsta markmið norsku vegagerðarinnar með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi á svæðinu en ásamt byggingu brúarinnar var 600 m vegkafli endurnýjaður og gatnamót þar sem öryggi hafði lengi verið ábótavant voru endurbyggð.

Heildarframkvæmdakostnaður við verkið nam um 74 milljónum NOK. Verkhönnun brúarinnar fór fram á fyrri hluta árs 2019 og framkvæmdir við smíði brúarinnar og vegagerð hófust um haustið.

Við óskum Statens vegvesen og vegfarendum á svæðinu til hamingju með þessa nýju samgöngubót.

Sjá nánar frétt á Veier24.no