Vel heppnað Lagarlíf

17.10.2024

Fréttir
Hópur fólks á ráðstefnu.

Starfsfólk EFLU Hópur EFLU sem tóku þátt á ráðstefnunni Lagarlíf 2024

Starfsfólk EFLU tók þátt á Lagarlífi, ráðstefnu um eldi og ræktun sem haldin var í Hörpu í liðinni viku. EFLA var þar með sýningarbás og tók á móti fjölmörgum gestum ráðstefnunnar.

Leiðandi í framþróun landeldis

Fjöldi starfsfólks EFLU sótti ráðstefnuna til þess að sitja fjölbreytta fyrirlestra og kynningar en einnig til þess að kynna þjónustu og sérhæfingu EFLU á þessu sviði. EFLA hefur veitt lagareldis- og sjávarútvegsgeiranum þjónustu um áratugaskeið, á flestum sviðum verkfræði og tækni. Hjá fyrirtækinu starfar öflugt teymi sem veitir alhliða ráðgjöf við verkefni í landeldi.

Þá hélt Smári Guðfinnsson, fyrirliði vélateymis á iðnaðarsviði EFLU, vel sótta kynningu sem kallaðist „Shaping the Future of Aquaculture Innovation“. Þar fjallaði hann um aðkomu EFLU að verkefnum í lagareldis og sjávarútvegi.

Smári Guðfinnsson hélt kynningu á Lagarlífi 2024.

Kynning EFLU Smári Guðfinnsson, fyrirliði vélateymis á iðnaðarsviði EFLU, á Lagarlífi 2024.