Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram í liðinni viku á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Óhætt er að segja að tilþrifin sem sáust út allan völl hafi verið glæsileg, en það sem er mikilvægara er að allir skemmtu sér vel.
Vel heppnað golfmót EFLU
Bæði veður og aðstæður voru frábærar á Korpúlfsstaðavelli á föstudaginn. Þátttakendur tóku daginn snemma og mættu í morgunmat áður en öll lið voru ræst út á sama tíma. Starfsfólk EFLU var á ferðinni allan daginn með veitingar handa þátttakendum og sáu til þess að enginn væri svangur eða þyrstur. Að leik loknum var svo lokahóf í golfskálanum með veglegum hádegisverði og verðlaunaafhendingu.
Mótið var með betri bolta fyrirkomulagi þar sem fjórir golfarar léku saman í liði. Þar spila allir þátttakendur sínum bolta og skrá besta punktaskorið á hverri holu á skorkortið. Keppnin var jöfn og skildi einungis einn punktur fyrsta og annað sætið að. Þá voru þrjú lið jöfn í öðru sæti og þurfti að grafa djúpt til að komast að niðurstöðu um þrjú efstu sætin.
Úrslit mótsins:
1. sæti | 53 punktar
Ólafur Á. Ingason, Hallgrímur Þór Sigurðsson, Pálmi Randversson og Guðmundur Daði Rúnarsson.
2. sæti | 52 punktar
Vilhjálmur Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Einar Jónsson og Rúnar Magnusson.
3. sæti | 52 punktar
Sigurður Örn Jónsson, Magnús Einarsson, Ingvar Rafn Gunnarsson og Bjarni Richter.
EFLA þakkar öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir komuna. Hér að neðan má sjá myndir frá góðum degi.
- 1 / 11
- 2 / 11
- 3 / 11
- 4 / 11
- 5 / 11
- 6 / 11
- 7 / 11
- 8 / 11
- 9 / 11
- 10 / 11
- 11 / 11