Árið 2024 styrkti EFLA KSLD stöðu sína sem leiðandi í lýsingarhönnun með því að bjóða upp á nýstárlegar og sjálfbærar lausnir sem auka notagildi og listræna tjáningu. Teymið er staðsett í Edinborg og leggur upp ígrundaða hönnun og umhverfisvernd.
Framúrskarandi verkefni
Eitt af þeim verkefnum sem sýndi fram á samfélagslega ábyrgð EFLU KSLD var hönnun á öflugu lýsingarkerfi fyrir skrifstofu sem styður konur sem verða fyrir ofbeldi og/eða misnotkun. Aðlögunarvæn lýsing tók á fjölbreyttum þörfum notenda og skapaði huggulegt og hagnýtt rými sem stuðlar að vellíðan.
Í Edinborgarháskóla tók teymið á óskilvirkni í úreltum ljósakerfum. Með vinnu sinni drógu þau úr orkunotkun og lágmörkuðu loftmengun, í samræmi við áherslu EFLU um sjálfbærni juku þau virkni og fagurfræði rýma háskólans.
Verðlaunahönnun
Endurhönnun lýsingar í King's Gallery í Holyroodhouse-höllinni, sem tilnefnd var til Build Back Better Award 2024 í flokki lýsingar, er dæmi um sérþekkingu EFLU KSLD á háþróaðri ljóstækni. Ný hönnun var gerð árið 2002 og tók mið af LED-tækni en hélt í og aðlagaði stóran hluta upprunalegs ljósakerfis, þar á meðal ljósakrónur og veggljós.
Móttakan fékk umtalsverða uppfærslu, með baklýstum spjöldum með litastillanlegum ljósum sem líkja eftir náttúrulegum dagsbirtubreytingum - svöl og björt á daginn og hlý fyrir kvöldviðburði. Fullkomið DALI-stjórnkerfi, endurbætt með þráðlausum stjórntækjum, gerði það að verkum að reksturinn var þægilegri fyrir starfsfólk.
Framtíðarsýn
Starf EFLU KSLD er gott dæmi um hvernig lýsingarhönnun getur umbreytt rýmum, stuðlað að vellíðan og stutt við sjálfbærni umhverfisins. „ Áhersla okkar hefur alltaf verið á að hanna lausnir til lýsingar sem uppfylla kröfur og veita innblástur og stuðning í því umhverfi þar sem við vinnum hverju sinni,“ segir Sara Tobalina del Val, framkvæmdastjóri hjá EFLA KSLD.