EFLA og Eimur munu á sumarmánuðunum vinna saman að úttekt á olíunotkun sveitarfélaga á Íslandi. Eimur vinnur að því að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra og er úttektin hluti af RECET verkefninu sem hefur það að markmiði að efla getu sveitarfélagana til þess að takast á við orkuskipti.
Mikil reynsla starfsfólks EFLU
Sérstök áhersla verður lögð á sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem eru viðfang RECET. „EFLA kemur að verkefninu með mikla reynslu af gögnum um olíunotkun og úrvinnslu gagna. Markmið verkefnisins á vel við hlutverk EFLU, sem er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög,“ segir Ágústa Steinunn Loftsdóttir, eðlisfræðingur hjá EFLU.
Ágústa situr í ráðgjafaráði RECET verkefnisins og hefur yfirumsjón með verkinu fyrir hönd EFLU. Með henni starfar Sindri Dagur Sindrason, BSc í vélaverkfræði, sem var ráðinn inn sem sumarstarfsmaður til verksins. Þau munu vinna verkefnið með starfsfólki Eims.
Skýrsla í haust
Markmiðið er að birta niðurstöðurnar á skýrsluformi með haustinu. Skýrslan mun nýtast sem byrjunarreitur fyrir áætlanagerð sveitarfélaga sem hafa takmarkaða hugmynd um olíunotkun innan sinna marka. Einn þáttur í RECET verkefninu er svo að þróa stafrænt mælaborð þar sem þessar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á vefnum með myndrænum hætti. Í dag eru þessar upplýsingar aðeins aðgengilegar fyrir landið allt, vegnum gagnagáttar Orkustofnunar, en með RECET verður hægtað brjóta notkunina enn betur niður landfræðilega.