EFLA hefur úthlutað úr Samfélagssjóði og hlutu átta verkefni styrk að þessu sinni. Sjóðurinn veitir úthlutun tvisvar sinnum á ári og var þetta seinni úthlutun ársins.
Samfélagssjóður EFLU var stofnaður árið 2013 og er markmið sjóðsins að veita styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar hverju sinni.
Verkefnin sem hlutu styrk úr sjóðnum eru eftirfarandi
Knattspyrnudeild UMF Hvatar
Smábæjaleikar Hvatar
- Specialisterne á Íslandi
Efla og bæta almenna heilsu skjólstæðinga SÍ
- Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
Aðstoð við bágstadda
- Markús Már Efraím Sigurðsson
Áframhaldandi starfsemi Rithöfundarskólans í Gerðubergi
- Bókasafnið á Þórshöfn
Efla bókakost í tengslum við læsisverkefni með áherslu á lesefni fyrir nýbúa
- Hollvinasamtök Grunnskólans á Þórshöfn
Auka tæknimennt og stafræna færni grunnskólabarna
- Vélmennaforritunarsamband Íslands
Þátttaka landsliðsins í heimsmeistarakeppni í vélmennaforritun
- Millifótakonfekt ehf/Eistnaflug
Geðheilbrigðisráðstefna Eistnaflugs 2020
Við þökkum öllum sem sóttu um styrkveitingu í Samfélagssjóð EFLU og óskum forsvarsmönnum verkefnanna sem hlutu styrk úr sjóðnum góðs gengis. Hægt er að sækja um í sjóðinn allt árið í kring en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.