Umsóknir í samfélagssjóð EFLU

08.05.2024

Fréttir
Blóm í haga.

EFLA auglýsir eftir umsóknum í samfélagssjóð fyrirtækisins. Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. Markmiðið er að styðja framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Fjölbreytt svið

Samfélagssjóðnum er ætlað að styrkja verkefni á eftirtöldum sviðum:

  • Menntamál
  • Menning og listir
  • Íþrótta- og æskulýðsmál
  • Umhverfismál
  • Rannsóknir
  • Góðgerðar- og félagsmál

Hægt er að senda umsóknir í samfélagssjóðinn á vef EFLU fyrir 19. maí 2024.

Öllum umsóknum verður svarað.

Sækja um í samfélagssjóð

Nánar um samfélagssjóð EFLU.