Starfsfólk EFLU á sviði myndmælinga og kortagerðar fór í vettvangsferð að eldgosinu í Geldingadölum. Tilgangurinn var að kanna aðstæður á svæðinu og fljúga dróna yfir svæðið til að setja fram kortalíkan í þrívídd.
Þrívítt módel af eldgosinu í Geldingadölum
Gossvæðið hefur vakið mikla athygli hérlendis sem og erlendis og fylgjast jarðvísindamenn vel með framvindunni á svæðinu. Margvísleg gagnasöfnun á sér stað á gossvæðinu og þar gegna drónar mikilvægu hlutverki. Með drónum, líkt og EFLA notar í sínum störfum, er hægt að meta breytingar á svæðinu, vakta jarðlög og setja gögn fram í þrívíðu kortalíkani til að greina betur ástand svæðisins.
Auðvelt er að opna þrívíddarlíkanið í vafra, þysja inn og út á myndinni og skoða eldgosið út frá öðru sjónarhorni.
Umbrotin á Reykjanesskaga eru söguleg, enda hefur ekki gosið á skaganum í 781 ár. Eldgosið er hluti af ferli sem hófst með jarðskjálftahrinu sem hefur staðið með hléum nú í 15 mánuði.
Mælingar jarðefnafræðinga benda til þess að kvikan sé að koma af 14-16 km dýpi, eða á mörkum jarðskorpu og möttuls. Hitastig kvikunnar sem kemur upp á yfirborð er um 1180-1190 °C heit.
Sérfræðingar EFLU flugu dróna í kringum strýtuna þann 23. mars til að myndmæla þennan magnaða viðburð. Aðstæður til myndmælinga voru nokkuð góðar þó svo að reykurinn frá gosinu hafi í einstaka tilfellum hulið strýtuna.
EFLA veitir margvíslega þjónustu á sviði kortagerðar og myndmælinga
- 1 / 4
Sjónarspilið úr eldgosinu á Reykjanesskaga er afar tilkomumikið.
- 2 / 4
Töluverð gasmengun er úr eldgosinu og mikilvægt að fara varlega á svæðinu.
- 3 / 4
Mikill fjöldi fólks var samankominn til að njóta sjónarspilsins sem fyrir augun bar enda um einstakan jarðfræðiviðburð að ræða.
- 4 / 4
Geldingadalir hefur breyst töluvert eftir að eldgos hófst föstudaginn 19. mars 2021.