EFLA vann skýrslu um þjóðhagslegan kostnað vegna rafmagnstruflana í dreifi- og flutningskerfi raforku árið 2020 fyrir Starfshóp um rekstrartruflanir. Áætlaður kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralaustra truflana er metinn á um 1.928 m.kr eða um 770 kr./kWh.
EFLA vann skýrsluna fyrir START sem er starfshópur um rekstrartruflanir. Í skýrslunni er einnig birtar tölur um þjóðhagslegan kostnað vegna truflana í afhendingu raforku á árunum 2007 til 2020 ásamt stuðlum til að meta kostnað við raforkuskort fram til ársins 2024.
Kostnaður árið 2020
Á hverju ári valda rafmagnstruflanir miklum kostnaði fyrir þjóðfélagið. Í skýrslunni kemur fram að áætlaður þjóðhagslegur kostnaður raforkunotenda af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralausra truflana í flutnings- og dreifikerfum raforku á árinu 2020 er metinn á um 1.928. m.kr. eða um 770 kr./kWh. Ef frá eru taldir stórnotendur, er þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana á afhendingu raforku til almennra notanda árið 2020 um 2.850 kr./kWh.
Ytri aðstæður
Kostnaður vegna rafmagnstruflana getur verið mjög breytilegur á milli ára og veltur mikið á ytri aðstæðum eins og veðurfari. Árið 2019 var einstaklega kostnaðarsamt ár að þessu leyti þar sem verulegt óveður var það ár sem olli miklu straumleysi á Norðurlandi vestra og eystra. Einnig var nokkuð um rafmagnsleysi vegna óveðursins á Austurlandi og Vestfjörðum. Þetta leiddi til þess að kostnaður vegna rafmagnstruflana náði methæðum árið 2019 og borið saman við árið 2020 þá mældist kostnaður vegna raforkuskerðinga árið 2020 um 28% af heildarkostnaði skerðinga árið 2019.
Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vefsíðunni Truflun.is eða með því að smella á skjalið.