Tæknifræðinemar heimsóttu EFLU á Norðurlandi

21.02.2025

Fréttir
Fólk á viðburði.

Nemendur í iðnaðar- og orkutæknifræði og tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri heimsóttu skrifstofu EFLU á Akureyri í vikunni. Á annan tug nemenda ræddi við starfsfólk EFLU um fagið, vinnustaðinn og starfið.

Tengsl við atvinnulífið

Samfélagssjóður EFLU studdi iðnaðar- og tæknifræðinámið í Háskólanum á Akureyri, en þetta er annar veturinn þar sem námið er í boði. Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið.

Nemendur hittu starfsfólk EFLU sem starfar í greinum sem tengjast þeirra námi. Á milli urðu áhugaverðar og skemmtilegar umræður um verkefni, lausnir og starfið yfirhöfuð.

Starfsfólk EFLU þakkar nemendum í iðnaðar- og orkutæknifræði og tölvunarfræði fyrir komuna og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.

Fólk á viðburði.