Styrkja orkuinnviði í Póllandi

12.02.2025

Fréttir
Hópur fólks á uppstilltri mynd.

Í febrúar árið 2024 tók dótturfélag EFLU í Póllandi upp nafnið EFLA. Starfsfólk EFLU kom að mörgum vel heppnuðum verkefnum á liðnu ári og þá var sérstök áhersla lögð á að bæta rekstur og skipulag.

Skilvirkni og sjálfbærni

Nú er unnið að því að styrkja orkuinnviði í Póllandi og hefur starfsfólk EFLU unnið verkefni sem stuðla að þeirri styrkingu. Fyrirtækið gegnir veigamiklu hlutverki í nútímavæðingu og stuðningi við uppbyggingu orkudreifikerfis Póllands með hönnun traustra innviða, s.s. háspennustöðva og loftlína.

Mörg þeirra verkefna sem starfsfólk EFLU hefur unnið hafa gert það kleift að samþætta fleiri endurnýjanlega orkugjafa og stuðla þannig að umskiptum landsins í átt að sjálfbærari orku.

Fyrirtækið mætti síbreytilegum kröfum viðskiptavina og verkefna, þar á meðal með því að uppfæra hugbúnaðarkerfi sín. Einnig var unnið að því að samræma upplýsingatækniþjónustu betur við EFLU-samstæðuna. Tilgangurinn var að tryggja samræmi og skilvirkni í allri starfseminni.

Fagleg þróun

EFLA í Póllandi hefur einnig lagt áherslu á að styðja við starfsþróun starfsfólks. Þar hafa verið sett fram skýr viðmið um framvindu starfsferils starfsfólks, kröfur varðandi stöður og skýr launastig. Til viðbótar við þetta var bætt við kjörum umfram laun og tryggt var að starfsfólk fengi stuðning og hvatningu.

Þá mun starfsfólk EFLU í Póllandi taka hina svokölluðu Q12-könnun til að meta hvatningu og skuldbindingu. Könnunin er nýtt til þess að skilja betur einstaklings- og teymisvirknina og styðja framgang í starfi og auka starfsánægju.

Traustur samstarfsaðili

„Árið 2024 markaði tímamót fyrir EFLU Póllandi,“ segir Piotr Gburczyk, framkvæmdastjóri EFLU Póllandi. „Við viljum stuðla að nýsköpun, samvinnu og ánægju viðskiptavina og það hefur gert okkur að traustum samstarfsaðila í orkugeiranum. Við hlökkum til að byggja á þessum krafti í framtíðinni.“