Reynir Sævarsson, fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, tekur þátt í umræðum á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur sem er hluti af dagskrá Nýsköpunarviku, Iceland Innovation Week. Viðburðurinn verður í dag, fimmtudaginn 25. maí, í Elliðaárstöð og hefst kl. 12.
Samtal um nýsköpun í Elliðaárstöð
Fjölbreyttar pallborðsumræður verða í boði og meðal umfjöllunarefna eru tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki tengd jarðvarma, tungumál fjölbreytileikans í mannauðsmálum, blöndun vatns – sameinuð hitaveita á höfuðborgarsvæðinu, fráveitan og hringrásarhagkerfið.
Reynir Sævarsson verður meðal þátttakanda í síðastnefndu pallborðsumræðunum ásamt Hlöðveri Stefáni Þorgeirssyni, sérfræðingi fráveitu í nýsköpun og tækniþróun hjá Veitum, Sveinbirni Inga Grímssyni - sérfræðingi í opinberri nýsköpun og viðskiptaþróun Ríkiskaupa, og Megan Elizabeth Wiegmann, umhverfisverkfræðingi hjá Veitum.