Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 7 verkefna

13.06.2019

Fréttir
A group of people standing together, holding bouquet of  flowers

Styrkþegar úr Samfélagssjóði EFLU vorið 2019 ásamt Jóni Valgeiri Halldórssyni, formanni úthlutunarnefndar

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt sína þrettándu úthlutun. Að þessu sinni bárust 78 umsóknir og hlutu 7 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru

  • Bandalag íslenskra skáta

Auka aðgengi jaðarhópa að skátastarfi

  • Birta – Landssamtök foreldra sem misst hafa börn skyndilega

Fjármögnun á fræðslu og viðburðum

  • Sigga Dögg

Þáttagerð og fræðsla um kynlíf

  • Plastlaus september

Til að verkja fólk til umhugsunar um plastnotkun

  • Hlíðarbær dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun

Koma upp matjurtakössum fyrir skjólstæðinga

  • Íslandsmót iðn- og verkgreina

Styrkja viðburðinn

  • Rauði krossinn

Stuðningur við menningarstarf fyrir börn á Eyjarfjarðarsvæðinu

Við óskum forsvarsmönnum ofangreindra verkefna til hamingju með styrkinn og megi þeim vegna sem allra best. Einnig þökkum við öllum þeim sem sóttu um styrk í samfélagssjóð EFLU og minnum á að tekið er á móti umsóknum í sjóðinn allt árið í kring.

Nánar um samfélagssjóð EFLU