Samfélagssjóður EFLU styrkir tíu verkefni

02.12.2021

Fréttir
An aerial view of a coastal view of houses and roads illuminated by the warm glow of sunset

Samfélagssjóður EFLU veitir styrk

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til tíu samfélagsverkefna. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Samfélagssjóður EFLU hefur verið starfræktur frá 2013 og er úthlutað fjárstyrkjum úr sjóðnum tvisvar á ári. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar, en umsóknir sem bárust voru á fimmta tug.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk

  • Bjargráður - félagasamtök læknanema í HÍ

Fjármögnun vegna starfsemi Bjargráðs sem miðar að því að bjóða nemendum í framhaldsskólum upp á skyndihjálparkennslu

  • Fjölskylduhjálp Íslands

Fjárstyrkur til að standa straum af kostnaði á matarúthlutun til skjólstæðinga

  • Hennar rödd

Styrkur til útgáfu bókar um reynslusögur kvenna af erlendum uppruna

  • Leikfélag Akureyrar

Fjárstyrkur til að koma á fót Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi

  • Ljónshjarta

Styrkur til að standa straum af sálfræðikostnaði barna sem hafa misst foreldri

  • MND á Íslandi - styrkur í minningu Robert Kluvers

Veittur er fjárstyrkur til starfsemi félagsins, í minningu Robert Kluvers sem lést 2021. Robert var vél- og orkutæknifræðingur og starfaði hjá EFLU frá 2012

  • Mæðrastyrksnefnd

Styrkur til skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar

  • Römpum upp Reykjavík

Stuðningur við framtakið sem miðar að því að koma upp römpum í miðborg Reykjavíkur til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslunum og veitingastöðum.

  • Skógræktarfélag Eyfirðinga

Fjárstyrkur til söfnunar á nýjum snjótroðara fyrir útivistarsvæði í Kjarnaskógi og nágrenni

  • Taubleyjur - fræðslubæklingur

Styrkur til þýðingar á enskum bæklingi fyrir fjölskyldur til að læra á og nota taubleyjur

Við óskum styrkhöfum hjartanlega til hamingju með styrkinn við verkefni sín. Jafnframt þökkum við öllum sem sendu umsókn um styrk í samfélagssjóð EFLU og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.

Nánar um samfélagssjóð EFLU