Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 18. október næstkomandi. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.
Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum
Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa, sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Síðustu ár hafa mörg eftirtektarverð verkefni hafa fengið fjárstyrk úr sjóðnum og öðlast þannig betra brautargengi.
Samfélagssjóðnum er ætlað að styrkja við verkefni á eftirtöldum sviðum:
- Menntamál
- Menning og listir
- Íþrótta- og æskulýðsmál
- Umhverfismál
- Rannsóknir
- Góðgerðar- og félagsmál
Hægt er að senda umsóknir í samfélagssjóðinn gegnum rafrænt umsóknarform á vef EFLU fyrir 18. október 2021. Öllum umsóknum verður svarað.